Skaðinn var þegar orðinn, en hve mikill var hann?

Þegar WOW varð gjaldþrota hafði hallarekstur félagsins þegar valdið miklu tjóni.

Fyrir þá, sem þurftu að taka ákvörðun um aðgerðir, var spurningin aðeins, hvaða aðgerðir myndu valda minnstu tjóni þegar upp yrði stað. 

Það verður ekki fyrr en komin verður reynsla á þá leið, sem var farin, sem hægt verður sð setjast niður og reyna að finna út með samanburði, hvaða fjárhæðir mismunandi leiðir hefðu kostað. 

Hefði til dæmis komið til greina að gera svipað og þegar stórt fyrirtæki varð gjaldþrota síðasta vetur, að þrotabúið hefði haldið rekstrinum áfram til að byrja með?


mbl.is Fall WOW vegur þungt í frumvarpi til fjáraukalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ákveðið var að leggja niður skipasmíðastöðina Kockums í Malmö þá var ráðinn sérstakur forstjóri í verkið.

Þegar fikeldisstöðvarnar hér heima fóru hver af annari í þrot þá gekk sú saga að lögfræðingarnir hafi mætt og innsiglað stöðvarnar og fiskurinn síðan látinn svelta til dauðs í kerjunum

Það hefði eflaust verið hægt að mýkja fall WOW en það hefði líka verið auðsynlet fyrir Skúla að hætta draumsýninni um að "þetta reddast"

 

Grímur (IP-tala skráð) 10.11.2019 kl. 16:31

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það nær ekki nokkurri átt að  menn skuli geta stofnað flugfélaga, nánast með báðar hendur tómar. Tekið síðan gróðann út úr félaginu og keypt sér jarðir eða hvað annað sem þeim þóknast. Svo þegar fyrirtækið fer í þrot á ríkið að koma til bjargar, en stofnandinn heldur öðrum eigum óskertum. Þetta kallast kapítalismi andskotans!

Hvar sem er, utan Íslands, hefði slíkur maður verið settur í gæsluvarðhald og allar eigur hans frystar, þar til dómstólar væru búnir að taka málið fyrir.

Að bera því við að ekki hefði verið vitað hversu slæm staðan var fyrr en undir lokin, er í besta falli barnalegt. Vandræðin voru búin að vera lengi og síðasta hálfa árið fyrir gjaldþrot voru þau opinber öllum sem einhverja hugsun höfðu!

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2019 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband