Midflokkurinn leitar af listfengi ad kjósendum.

Páll Magnússon hittir naglann á höfuðiðð varðandi þau atkvæðamið, sem Miðflokkurinn leiti á til að afal sér auðfengis fylgis; þ. e. inn í "hjarta Sjálfstæðisflokksins". 

Þess utan virðist Miðflokkurinn sækjast eftir fylgi vaxandi hópa á Vesturlöndum, sem hefur illan bifur á alþjóðasamvinnu og alþjóðahyggju, styður "sterka leiðtoga" sem boða harða þjóðernisstefnu og sjá tollamúra sem öflugt tæki til að efla hag viðkomandi ríkis inn á við. 

Flokkar af þessu tagi hafa verið skilgreindir sem populistaflokkar og er svo sem ekkert við því að segja í lýðræðisþjóðfélögum að flokkar leiti sér fylgis eftir lýðræðislegum leiðum, svo framaum heimildum m sem helstu skilyrðum lýðræðis sé fylgt og umræðan byggð á yfirvegun og traustum heimildum.

En verra er ef æsingur, falsfréttir, yfirboð og spil á tilfinningar brengla og afvegaleiða umræðuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigmundur Davíð er bara ómenntaður vitleysingur. Frændi minn Jónas Kristjánsson: 

Tugþúsundir Íslendinga trúa, að hornsteinn hagsældar felist í að vernda krónu og viðhalda henni. Íslendingar eru fífl. Tugþúsundir Íslendinga trúa, að pólitískir bófaflokkar, sem hafa rúið okkur inn að skinni, muni bjarga okkur frá Evrópu. Íslendingar eru fífl. Tugþúsundir Íslendinga trúa fjölmiðlum, sem ljúga að okkur, að kosningamálin séu það, sem pólitískir bófaflokkar segjast ætla að gera fyrir þig. Íslendingar eru fífl. Tugþúsundir Íslendinga trúa kvótagreifum, sem stálu auðlindinni og vara okkur við Evrópu. Íslendingar eru fífl. Meðan ekki er hægt að skipta um kjósendur, er engin von í stöðunni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2019 kl. 21:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað er svo neikvætt við popúlisma?  Hann er það lýðræðislegasta sem völ er á: hugmyndin að gefa fólki það sem það biður um.

Sem er svar við því sem við höfum nú, sú hugmynd að gefa fólki það sem það vill ekki og þarf ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2019 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband