Churchill fór flatt á að draga Attlee inn í vafasama samlíkingu.

Það hefur ekki gefist vel fyrir kosningar fyrir formenn Íhaldsflokksins breska að líkja leiðtogum breska Verkamannaflokksins við verstu harðstjóra sögunnar á borð við Stalín og Hitler. 

Winston Churchill álpaðist til þess í sigurvímu eftir lok Heimsstyrjaldarinnar síðari að vara í ræðu bresku þjóðina við því að kjósa Clement Attlee og flokk hans, vegna þess að Attlee myndi innleiða sams konar ógnar- og harðstjórn og þau öfl, sem kveðin hefðu verið niður í stríðinu. 

Eiginkona Churchill sá uppkastið að ræðunni og vildi að Churchill sleppti þessum orðum, en han fór ekki að ráðum hennar og beið beiskan ósigur í kosningunum. 

Hæpið er einnig hjá Johnson að segja að Stalín hafi hatað þá sem skopuðu verðmæti, svo mjög sem hann beitti ítrustu hvatningu með loforðum um heiðursveitingar til handa þeim sem voru pískaðir áfram með flokksvaldinu til óheyrilegra afkasta og fórna í þágu framleiðslu fyrir flokkinn og þjóðina. 


mbl.is Líkir Corbyn við Stalín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Trump verður kosinn segir það meira um Demokrata en hann, því miður.

Orðtakið að deila og drottna hefur löngum dugað vel þegar sundurlyndi hefur tvístrað fylkingum, sem fyrir bragðið hafa tapað illilega í baráttu sinni. 

Orðtakið hefur verið þekkt að minnsta kosti síðan á dögum Rómverja.

Sem dæmi úr stjórnmálabaráttunni hér heima er eftirminnileg rimma, sem Davíð Oddsson, nýkominn til forystu fyrir  dæSjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn 1982,  spilaði í sjónvarpskappræðum af snilld á sundurlyndi flokkanna þriggja, sem þá höfðu verð við stjórn borgarinnar í eitt kjörtímabil eftir að Sjallar höfðu verið einráðir það sem af var öldinni. 

Iðulega höfðu Sjallar verið með minna en 50% atkvæða, en hinir flokkarnir töpuðu á sundurlyndinu og einnig vegna þess hve mörg atkvæði þeirra féllu "dauð" niður.

Svo er að sjá að afar sundurleitar skoðanir og keppni milli hugsanlegra frambjóðenda Demokrata geti valdið svo miklum usla og óvissu, að Trump verði kosinn eftir allt saman.

Fari svo, segir það meira um framboðið hjá Demókrötum en Trump.  


mbl.is Tekur Clinton aftur slaginn við Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lággjaldaflugfélög eiga langa íslenska hefð.

Loftleiðaævintýrir svonefnda, sem hófst fyrir meira en 60 árum og stóð í áratugi byggðist á því að félagið var brautryðjandi í flugi með lágum fargjöldum og tókst að hagnast svo á því, að það lagði grunn að veldi Íslendinga í millilandaflugi. 

Flugfélög eins og Ryanair og Norwegian international standa sig furðu vel á marga lund og því er ekki hægt að fara með neinar óhrekjanlegar hrakspár þegar nýtt lággjaldaflugfélag á íslenskum grunni lítur dagsins ljós. 


mbl.is Ekkert vandamál að fá flugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband