Ef Trump verður kosinn segir það meira um Demokrata en hann, því miður.

Orðtakið að deila og drottna hefur löngum dugað vel þegar sundurlyndi hefur tvístrað fylkingum, sem fyrir bragðið hafa tapað illilega í baráttu sinni. 

Orðtakið hefur verið þekkt að minnsta kosti síðan á dögum Rómverja.

Sem dæmi úr stjórnmálabaráttunni hér heima er eftirminnileg rimma, sem Davíð Oddsson, nýkominn til forystu fyrir  dæSjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn 1982,  spilaði í sjónvarpskappræðum af snilld á sundurlyndi flokkanna þriggja, sem þá höfðu verð við stjórn borgarinnar í eitt kjörtímabil eftir að Sjallar höfðu verið einráðir það sem af var öldinni. 

Iðulega höfðu Sjallar verið með minna en 50% atkvæða, en hinir flokkarnir töpuðu á sundurlyndinu og einnig vegna þess hve mörg atkvæði þeirra féllu "dauð" niður.

Svo er að sjá að afar sundurleitar skoðanir og keppni milli hugsanlegra frambjóðenda Demokrata geti valdið svo miklum usla og óvissu, að Trump verði kosinn eftir allt saman.

Fari svo, segir það meira um framboðið hjá Demókrötum en Trump.  


mbl.is Tekur Clinton aftur slaginn við Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Trump er vondur kostur, hinir eru samt heldur verri.

Guðmundur Jónsson, 6.11.2019 kl. 14:59

2 identicon

Vil ekki trúa því að Trump verði endurkjörinn. Maðurinn hefur enga menntun, ekki sendibréfsfær, aðeins meðal greind og eins kúlturlaus og hugsast getur. Vulgar plebbi. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2019 kl. 15:42

3 identicon

Hér þarf að biðja, Ómar!

Köllum Attenborough að borðinu svo einhver
von sé til að varðveita megi síðasta demókratann¿!

Ekki ráð nema í tíma sé tekið að undirbúa ósigurinn
og ekki vafi að hann má rekja til illyrmislegra sólbletta
sem einmitt verða í hámarki á þeim tíma sem kosið er; illt
auga tunglsins og Sleipnir drukknaður í votlendismýri að auki.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2019 kl. 16:24

4 identicon

Ég efast ekki um að Trump mundi opna eina kampavín ef Hillary yrði dregin á flot aftur einsog sumir hafa verið óska eftir

Grímur (IP-tala skráð) 6.11.2019 kl. 17:31

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Trump hefur staðið sig vel.  Efnahagurinn er í blóma, engin ný stríð, glæpum fer fækkandi.

Gott mót.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2019 kl. 19:11

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég bind mestar vonir við góða asamvinnu Pútins og Trump. Þeir virðast geta sitthvað saman sem áur var ekki mögulegt.

Halldór Jónsson, 6.11.2019 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband