Gangaslagurinn úr sögunni í M.R. Vagnarnir líka á leiðinni út?

Enginn skóli á landinu hefur verið með jafn margar og gamalgrónar hefðir og M.R., enda skólinn með langelsta ferilinn. Þrjár af þessum hefðum voru áberandi á skólatíð síðuhafa, og allar mjög hressandi;  tolleringarnar, gangaslagurinn og akstur á heyvögnum og kerrum dregnum af dráttarvélum með nemendur um bæinn heim til kennaranna á dimmisjón. 

Þetta var á þeim tímum sem svo stór hluti nemenda var í sveitardvöl á sumrin, að það var enginn hörgull á ökumönnum til að aka dráttarvélunum. 

Allt gekk þetta nokkkurn veginn slysalaust fyrir sig. Smám saman virtist þó sem gangaslagurinn væri farinn að verða harkalegri en áður og tilvist slagsins hæpnari, en hvernig, sem því var farið, varð loks slys, sem endanlega gerði út um þetta hressandi og skemmtilega fyrirbæri. 

Enn alvarlegra slys í dimmiteringu í M.A. hefur nú að sjálfsögðu stútað þeirri hefð þar, enda um ólöglegan akstur að ræða, bæði þar og væntanlega einnig í öðrum skólum. 

Síðuhafi hefur ekki fylgst með dimmitteringu í M.R. síðustu árin, en það virðist nokkuð ljóst, að kerru- og vagnaaksturinn hafi runnið sitt skeið. 

Þá situr tolleringin ein eftir af þessum þremur hefðum og vonandi lifir hún áfram án slysa.  


mbl.is Munu framvegis kveðja á annan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er jafnræði að sessunauturinn fái fjórtán stundum meiri frítíma um helgar?

Lilja Rafney Magnúsdóttir var heima hjá sér þegar síðuhafi kom til Suðureyrar fyrir tveimur árum. Hún er ræktarsöm við sína nánustu og heimabyggðina. 

En starfsstaður hennar er í Reykjavík og 454 kílómetra landleið er á milli. 

Setjum sem svo að sessunautur hennar á þingi eigi heimili í Reykjavík. 

Um helgar tekur það 10-20 mínútur fyrir hann að aka heim til að njóta helgarinnar með fjölskyldu sinni. 

En aksturinn vestur fyrir Lilju Rafney tekur sjö klukkustundir ef miðað er við aksturskeppni á vegum FÍB sumarið 2016 milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Það þýðir að hún fái 14 stundum minni frítíma en sessunauturinn um hverja helgi ef hún ekur vestur og til baka. 

Kolefnissporið í akstrinum er drjúgt, ef hún notar bíl knúinn jarðefnaeldsneyti, og fram að þessu hefur skort á að tryggilega sé hægt að treysta á hraðhleðslu, ef um rafbíl er að ræða.  

Það er augljóslega ekki jafnræði fólgið í þessum aðstæðum milli þingmanns úr Reykjavík eða frá Suðureyri. 

Hún getur líka notað áætlunarflug og gerir það greinilega oft. 

Þá eyðir hún líklega brúttó um þremur klukkstundum í það í stað fjórtan. 

Og þótt kolefnissporið sé drjúgt í fluginu, tekur flugið fimm sinnum styttri tíma en akstur á bíl alla leið, og kolefnissporið deilist á farþegana. 

Hjá bíleigendum í Reykjavík þar sem aðeins lítill hluti íbúa hefur fengið sér rafbíl, en hneykslast yfir helgarferðum hjá Lilju Rafney; - er ekki dálítið holur hljómur ef hafðar eru upp kröfur um að hún eigi helst ekki að fara heim til sín um helgar? 

 

 


mbl.is Þúsund flugferðir þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband