Álver er með einn helsta þjóðveg landsins í gíslingu.

Deilan um lagningu breikkaðrar Reykjanesbrautar við álverið í Straumsvík er býsna sérkennileg. Ósk álversins um stækkun var hafnað í íbúakosningu 2007 en samt virðist niðurstaðan nú vera sú, þegar á að fara í löngu tímabæra breikkun brautarinnar, að Vegagerðin telur viðbótarkostnað, sem fylgi því að flytja vegstæðið fjær álverinu, eigi að borgast af Hafnarfjarðarbæ, sveitarfélagi þeirra sem ákváðu 2007 að álverið yrði ekki stækkað. 


mbl.is Hafnarfjarðarbær beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf skautað framhjá stærð erlendrar stóriðju.

Forstjóri Landsvirkjunar játar í viðtali að virkjanir fyrirtækisins á Þeystareykjum og við Búrfell séu fyrst og fremst í þágu stækkandi gagnavera, les stórfyrirtækja í erlendri eigu, í kerfi stóriðjunnar, þar sem stærsta álverið er með ákvæði í orkusölusamingi um leyfi til bókhaldsbrellna sem tryggi því tekjuskattsleysi.  

Gagnaverin eru angi stóriðjustefnunnar og eiga sinn þátt í því að stóriðjan sogar til sín meira en 80 prósent af allri orkuframleiðslu landsins. 

Síðan er alltaf látið eins og að vandamálið felist í því að virkja þurfi fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, þótt þau taki til sín innan við 20 prósent orkuframleiðslunnar og verði auðvitað fyrir skorti af því að stóriðjan hefur alltaf haft forgang. 


mbl.is Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sótt inn í tómarúm.

Flugfélagið WOW air var með það mikil umsvif þegar yfir lauk, að brotthvarf þess hefur skapað ákveðið tómarúm. 

Tómarúm hafa oft þann eiginleika, að eitthvað annað en þó hliðsætt við það sem horfið er, sækir inn í tómarúmið. 

Nokkur teikn má sjá um að slíkt sé að gerast, svo sem um áhuga Emirates á því að koma með starfsemi hingað til lands og einnig 15 prósent aukning hjá Icelandair í maímánuði. 

P.S.  Og ekki hefur þessi pistill fyrr verið skrifaður en fréttir koma úm að stofna eigi nýtt íslenskt flugfélag á rústum W0W  air í tómarúminu. 


mbl.is Risi með augastað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband