Alltaf skautað framhjá stærð erlendrar stóriðju.

Forstjóri Landsvirkjunar játar í viðtali að virkjanir fyrirtækisins á Þeystareykjum og við Búrfell séu fyrst og fremst í þágu stækkandi gagnavera, les stórfyrirtækja í erlendri eigu, í kerfi stóriðjunnar, þar sem stærsta álverið er með ákvæði í orkusölusamingi um leyfi til bókhaldsbrellna sem tryggi því tekjuskattsleysi.  

Gagnaverin eru angi stóriðjustefnunnar og eiga sinn þátt í því að stóriðjan sogar til sín meira en 80 prósent af allri orkuframleiðslu landsins. 

Síðan er alltaf látið eins og að vandamálið felist í því að virkja þurfi fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, þótt þau taki til sín innan við 20 prósent orkuframleiðslunnar og verði auðvitað fyrir skorti af því að stóriðjan hefur alltaf haft forgang. 


mbl.is Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband