"Force majeure".

Þessi tvö frönsku orð eru alþjóðlegt heiti á því fyrirbæri þegar ófyrirséðar og óumflýjanlegar aðstæður setja eitthvað úr skorðum, það er, eru óviðráðanlegar. 

Það var alveg ófyrirsjáanlegt að nýju flottu Boeing 737 Max vélarnar hjá Icelandair yrðu kyrrsettar, og ef einhverju var um að kenna, voru það framleiðendurnir en ekki flugfélögin, sem hefðu átt að koma með fullar bætur. 

Skyndilega varð til mikil samkeppni um leiguvélar, og vélar, sem voru jafn sparneytnar og með jafnmikil nýjustu tækniþægindi voru áreiðanlega ekki á hverju strái. 

Nú berst Icelandair þar að auki fyrir tilveru sinni og gat því varla farið að leigja miklu stærri og dýrari þotur. 

 


mbl.is „Við skiljum að einhverjir séu óánægðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta fyrst og spyrja svo?

Þetta litla máltæki segir mikið í fáum orðum. Ef fyrst er skotið og drepið, verður það, sem skotið var, ekki lífgað við á ný og allur málatilbúnaður vegna drápsins, framkvæmdarinnar, eyðilagður, áður en málin eru afgreidd.  

En þessi aðferð hefur hvað eftir annað verið notuð í framkvæmdum hér á landi, til dæmis það afbrigði sem kalla má túrbínutrixið. 

Við gerð Álftanesvegar var lögð fram beiðni um lögbann við byrjunarframkvæmdum í hrauninu þar til búið væri að ganga frá svipuðum lagalegum atriðum og eru nú uppi við Hvalárvirkjun. 

En þá var einfaldlega með aðstoð framkvæmdavaldsins send stærsta jarðýta landsins í hraunið til þess að brjóta það niður alla leiðina á einum degi. 

Lögmaður andófsfólks lýsti þessu með orðunum að "verið væri að eyðileggja andlagið í málinu" og þar með eðlilega málsmeðferð.  


mbl.is „Algjört bull og ábyrgðarleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar upplýsingar um raforkuverð.

Athyglisverðar upplýsingar um raforkuverð komu fram í útvarpsviðtali í hádeginu vegna lokunar kerskála í álverinu í Straumsvík.  

Sagt var svona í framhjáhlaupi í spjallinu um ljósbogann og tjónið í kerskálanum, að það væri bót í máli, að álverið nyti lægra orkuverðs en í öðrum löndum og það væri ein af helstu ástæðunum fyrir því að það væri starfrækt hér á landi. 

En síðan var því hnýtt við að bæði Alcoa og Norðurál greiddu enn lægra orkuverð. 


mbl.is Gott að kaupa súrál frá sama birgja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu hefði Tom Lehrer aldrei órað fyrir.

Tom Lehrer var afar snjall og beittur háðfugl í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og þótti ansi djarfur í spádómum sínum um sumar hluti. 

Í geimferðakapphlaupinu við Sovétmenn nýttu bæði þeir og Bandaríkjamenn sé fremstu eldflaugasérfræðingana, sem leiddu eldflaugagerð Þjóðverja í stríði þeirra við Bandamenn. 

Lehrer samdi, söng og spilaði lag um Werner von Braun, sem var yfirmaður eldflaugaáætlunar Bandaríkjamanna, og lagði von Braun þessi orð í munn í lok lagsins: 

"In German or English I know how to count down 

und I´m learning Chinese says Werner von Braun."

Mörgum þótti Lehrer full djarfur um þennan spádóm sinn um að Kína myndi rísa úr öskustó og taka þátt í eldflaugakapphlaupi og var hlegið dátt að fjarstæðunni. 

En Lehrer hefði varla órað fyrir því að Indverjar myndu geta sent menn til tunglsins í fyllingu tímans. 

Og Indverjar eru orðni feykilega öflugir í iðnbyltingu sinni og fylgja fast á eftir Kínverjum í því efni.

Það aka meira að segja bílar, smíðaðir á Indlandi, á götunum hér á landi.  


mbl.is Indverjar senda flaug til tunglsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband