Spurning um samningsaðstöðu.

Enn birtist dæmi um það hvernig Norður-Kóreumenn reyna að safna saman hjá sér sem mestu af því sem geti verið á samningaborði þeirra og Bandaríkjamanna og hægt verði að semja um ef eða þegar að því kemur að komast að samningsniðurstöðu. 

Þetta þýðir að Norður-Kóreumenn ganga eins langt og þeim finnst framast þorandi við að halda möguleikunum á skotflaugum fyrir kjarnorkuvopn sem öflugustum, án þess að hleypa ástandinu í bál og brand. 


mbl.is Kim bað Trump afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður samið við landeigendur?

Tilkynning Vegagerðarinnar vegna Ófeigsfjarðarvegar vekur ýmsar spurningar. 

Vegagerðin segist ekki standa fyrir framkvæmdunum, heldur hafi hún framselt hana til Vesturverks og muni ekki standa í vegi fyrir þeim.

Þar með hljóta margir á álykta sem svo að Vegagerðin standi á bak við framkvæmdirnar. 

Í tilkynningunni kemur fram að Vegagerðin hafi beint þeim tilmælum til Vesturverks, sem hún hefur framselt vegarbreytinguna til, að hafa samráð við landeigendur um breytingar á veginum og hugsanlegar breytingar á landi. 

Þetta hefur oft reynst loðið orðalag varðandi framkvæmdir.

Sem dæmi má nefna að af og til haldnir samráðsfundir vegna lagningar nýrra háspennulína á suðvesturhorni landsins, þar sem niðurstaðan á þessum fundum virðist oft vera eins konar einræða af hálfu línulagnarmanna þar sem ekkert tillit er tekið til ábendinga og sjónarmiða náttúruverndarfólks. 

Spurningin varðandi Ófeigsfjarðarveg er því opin um það, hvort samráðsfundur eða fundir Vesturverks muni nokkru breyta í því efni að Vesturverk haldi sínu striki.  


mbl.is Stendur ekki fyrir framkvæmdunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni sjálfur og fleiri hafa verið í mótsögn við sjálfa sig.

Þegar Bjarni Benediktsson segir málflutning Miðflokksins í Orkupakkamálinu ótrúverðugan í ljósi þess að það var á vakt þess flokks sem því var sleppt að bera Orkupakkamálið upp í sameiginlegu EES-nefndinni 2017, virðast fleiri en Miðflokksmenn hafa verið reikulir í málinu. 

Miðflokksmenn bera að vísu fyrir sig, að þeim hafi ekki verið til fulls ljóst eðli málsins hér um árið. 

En þegar fyrri ummæli Bjarna sjálfs á þingi um Orkupakkamálið eru skoðuð, er áberandi munur á milli þess sem hann sagði þá og segir nú, jafnvel þótt svonefndir fyrirvarar sé hafðir til hliðsjónar um mat á stöðunni, en fyrirvararnir benda til þess að Bjarni og Guðlaugur Þór hafi ekki áttað til fulls á þessu máli þegar Bjarni hélt ræðu sína í upphafi á þingi. 


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband