Rafhreyfillinn kom á undan bensínhreyflinum, miklu einfaldari og skilvirkari.

Saga rafhreyfilsins er lengri en saga bensínhreyfilsins, enda er hann bæði miklu einfaldari og skilvirkari. 

Á meðan hreyfill knúin eldsneyti, með allri sinni flóknu gerð hefur þurft meira en 130 ár til að þróast, hefur rafhreyfillinn einfaldlega beðið sallarólegur eftir því að sinn tími kæmi. 

Hann skilar meira 80 prósent orkunnar hjólanna, en eldsneytishreyfillinn meira en helmingi minna. 

Rafbílar brillerar víða í keppni þar sem reyndir á hrátt afl og einfalda drifrás til dæmis ár eftir ár í frægasta klifurkappakstri heims, upp á fjallið Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum. 

Aðeins margföld þyngd orkugeymanna í rafbílunum, miðað við þyngd eldsneytis í öðrum bílum,  hindrar rafbílana í að skjóta öðrum bílum endanlega ref fyrir rass á öllum sviðum. 

  

 


mbl.is Nær 2.000 hestafla rafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet í gróðureyðingu?

Fyrir um fjörutíu árum var enn beit og gróðureyðing með tilheyrandi rofabörðum í algleymingi á öllu svæðinu suður af Langjökli og allt norður á miðjan Kjöl. 

Gamlar kolagrafir í auðninni nálægt svonefndum Rótarmannatorfum suðvestur af Bláfelli segja sína sögu um það, að þar var áður kjarr í gróðurlendi sem var bæði beitt og nýtt sem eldiviður. 

Síðustu áratugi hefur verið unnið mikið uppgræðslustarf á Haukadalsheiði og einnig reynt að hamla gegn uppfokinu norður á Kili en enn hefur ekki verið hætt sauðfjárbeit á afréttum sem eru ekki beitarhæfir. 

Í ofanálag hafa verið birtar myndir af sauðfé á slíkum slóðum sem auglýsing fyrir heilnæmar íslenskar afurðir, fengnar með beit á slíkum afréttum. 

Færðar hafa verið líkur að því að ekkert land í heiminum hafi verið eins illa leikið og Ísland með stórfelldri gróðureyðingu, mest af mannavöldum, allt frá Reykjanesskaga og norðaustur um endilangt landið til Hólsfjalla og Núpasveitar. 

Þjóðargjöf til Landgræðslunnar á Þingvöllum 1974 var étin upp í verðbólgu á áratug. 

 


mbl.is Grátlegar skemmdir á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar stórt og mikilvægt skref í varnarbaráttu.

Það er afar mikilvægt og stórt skref í varnarbaráttunni fyrir náttúru Íslands ef umhverfisráðherra tekst að ljúka við friðlýsingu verndarflokks rammaáætlunar. 

Eiga þeir, sem að þessu standa þakkir skildar. 

Hins vegar verður að gera sér grein fyrir því að munurinn á verndarflokki (verndarnýtingarflokki)  og virkjanaflokki (virkjananýtingaflokki) er sá, eftir að búið er að virkja eða raska svæði á óafturkræfan hátt, verður ekki aftur snúið. 

Hins vegar lýst tveir iðnaðarráðherrar því yfir hér um árið, að alltaf væri hægt að aflétta verndun og virkja í staðinn.

Og nuverandi orkumálastjóri segir ekki nóg að gert í virkjanamálum, þótt Islendingar framleiði sjöfalt meiri raforku en þeir þurfa fyrir eigin fyrirtæki og heimili. Ef ekki verði haldið áfram stanslaust að virkja, sé þjóðin dæmd til fátæktar. 

Þetta er sagt blákalt, þótt ósnortin íslensk náttúra hafi verið meginstoðin í mestu efnahagsuppsveiflu landsins í áratugi.  

Gott dæmi um það hvernig margir lita á það sem pennastrik að aflétta friðun var þegar aflétt var verndun Kringilsárrana til þess að sökkva fjórðungi hans með griðarlegum óafturkræfum umhverfisspjöllum. 

Baráttan fyrir verndun hinnar einstæðu íslensku náttúru er því varnarbarátta um alla framtið. 


mbl.is Friðlýsingu verndarflokks ljúki að ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband