Rafhreyfillinn kom á undan bensínhreyflinum, miklu einfaldari og skilvirkari.

Saga rafhreyfilsins er lengri en saga bensínhreyfilsins, enda er hann bæði miklu einfaldari og skilvirkari. 

Á meðan hreyfill knúin eldsneyti, með allri sinni flóknu gerð hefur þurft meira en 130 ár til að þróast, hefur rafhreyfillinn einfaldlega beðið sallarólegur eftir því að sinn tími kæmi. 

Hann skilar meira 80 prósent orkunnar hjólanna, en eldsneytishreyfillinn meira en helmingi minna. 

Rafbílar brillerar víða í keppni þar sem reyndir á hrátt afl og einfalda drifrás til dæmis ár eftir ár í frægasta klifurkappakstri heims, upp á fjallið Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum. 

Aðeins margföld þyngd orkugeymanna í rafbílunum, miðað við þyngd eldsneytis í öðrum bílum,  hindrar rafbílana í að skjóta öðrum bílum endanlega ref fyrir rass á öllum sviðum. 

  

 


mbl.is Nær 2.000 hestafla rafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er talað um orkuskipti en ekki vélaskipti. Aðal vandamálið er orkan, aðgengi og geymsla.

Óskattlagðir rafmagnsbílar eru töluvert dýrari en óskattlagðir bensínbílar og væru rafmagnsbílar skattlagðir og greiddu sömu gjöld til gatnagerðar og bensínbílar gera þá væri verðið einnig stórt atriði. Með fjölgun rafmagnsbíla eykst þörfin á að skattleggja þá og leggja á þá gjöld til gatnagerðar fyrir hvern ekinn kílómetra.

Margföld þyngd orkugeymanna í rafbílunum, miðað við þyngd eldsneytis í öðrum bílum, lélegra aðgengi og lengri tími í að "fylla tank", hátt verð á rafmagnsbílum og fyrirsjáanleg skattlagning og gjaldtaka hindrar rafbílana í að skjóta öðrum bílum endanlega ref fyrir rass á öllum sviðum.

Vagn (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 20:50

2 identicon

Í umræðunni um rafmagnsbíla versus bensínbíla hér á skerinu er eins og mengunin gleymist eða skipti engu máli. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 21:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvar á mengunin að lenda? Framleiðsla rafgeyma er siður en svo umhverfisvæn.

 Getum við hér uppi á hjara veraldar sagt að við mengum minna en aðrir, einfaldlega af því við ökum fleiri rafmagnabílum? Vissulega væri mengunin hér minni, ef allir ækju um á rafmagni, en hvað gerði það okkur kleift?

 Rafhlöður eru einhver eitruðustu fyrirbæri veraldar. Einhersstaðar þarf að framleiða þær. Mannskap þarf til að afla hráefna, undir ömurlegur kringumstæðum ogtastnær og við bara smælum hringinn því ökutækið er ´´mengunarfrítt´´? 

 Hvað liggja mörg mannslíf að baki hvers hreinræktaðs rafbíls, versus jarðefnaeldsneytisbíls?

 Sennilega hafa allt of fáir leitt hugann að þessu. Það er ekki endastöðin sem telur, þegar heildarmyndin er skoðuð, eða hvað? Hvar er mannskepnan í allri umræðunni um ´´hagkvæmni´´rafbílanna?.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2019 kl. 02:19

4 identicon

Það var svo mikið bensín sem streymdi frá olíuhreinsunarstöðvunum...

GB (IP-tala skráð) 12.8.2019 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband