Afar stórt og mikilvægt skref í varnarbaráttu.

Það er afar mikilvægt og stórt skref í varnarbaráttunni fyrir náttúru Íslands ef umhverfisráðherra tekst að ljúka við friðlýsingu verndarflokks rammaáætlunar. 

Eiga þeir, sem að þessu standa þakkir skildar. 

Hins vegar verður að gera sér grein fyrir því að munurinn á verndarflokki (verndarnýtingarflokki)  og virkjanaflokki (virkjananýtingaflokki) er sá, eftir að búið er að virkja eða raska svæði á óafturkræfan hátt, verður ekki aftur snúið. 

Hins vegar lýst tveir iðnaðarráðherrar því yfir hér um árið, að alltaf væri hægt að aflétta verndun og virkja í staðinn.

Og nuverandi orkumálastjóri segir ekki nóg að gert í virkjanamálum, þótt Islendingar framleiði sjöfalt meiri raforku en þeir þurfa fyrir eigin fyrirtæki og heimili. Ef ekki verði haldið áfram stanslaust að virkja, sé þjóðin dæmd til fátæktar. 

Þetta er sagt blákalt, þótt ósnortin íslensk náttúra hafi verið meginstoðin í mestu efnahagsuppsveiflu landsins í áratugi.  

Gott dæmi um það hvernig margir lita á það sem pennastrik að aflétta friðun var þegar aflétt var verndun Kringilsárrana til þess að sökkva fjórðungi hans með griðarlegum óafturkræfum umhverfisspjöllum. 

Baráttan fyrir verndun hinnar einstæðu íslensku náttúru er því varnarbarátta um alla framtið. 


mbl.is Friðlýsingu verndarflokks ljúki að ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband