Ekki bara "frumstæðir" frumbyggjar í háskaleik.

Þegar farið var að halda fræga rallkeppni í Kenía hér um árið vakti það undrun hvernig heimafólk lék sér að því að standa inni á veginum og keppa um það, þegar keppnisbíll nálgaðist, hver yrði síðastur til að forða sér frá hinum aðvifandi bíl. 

Munaði oft hársbreidd að illa færi og þótti þessi áhættuleikur í meiri háttar fíflaháttur og  afar frumstætt uppátæki;  greinilegt, að aðeins vanþróaðir blökkumenn gætu tekið upp á öðru eins. 

En nú virðist sem svipað fyrirbæri hafi verið á ferð undir Reynisfjalli í kjölfar skriðufalla úr fjallinu, og allir þátttakendurnir í glæfraspilinu vel menntað hvítt fólk. 


mbl.is Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótryggð, föðurlandssvik og andstyggð að vera ekki sammála Trump.

Bandarikjaforseti heldur áfram að keyra endurkjörsbaráttu sína áfram með því gamla trixi nota skiptinguna "við-þau hin" um sem flesta, sem honum er illa við. 

Hann taldi um daginn fjórar bandarískar stjórnmálablökkkonur hafa fyrirgert rétti sínum til að búa í Bandaríkjunum, af þvi að þær gagnrýndu ýmislegt í landinu og vildu færa til betri vegar. Skyldu þær hypja sig til þeirra eymdarlanda blökkufólks, sem þær ættu ættir að rekja til. 

Nú sakar hann þá Gyðinga í Bandaríkjunum sem kjósa Demokrata, um ótryggð og nánast föðurlandssvik, og er það svo sem ekki í fyrsta sinn í heimssögunni, sem þeir fá slíkar kveðjur. 

Það nýjasta er að flokka viðbrögð forsætisráðherra Danmerkur við kröfu Trumps um að kaupa Grænlands sem andstyggileg. 

Sú var eitt sinn tíð að valdasjúkir einvaldar lögðu undir sig lönd og þjóðir með hervaldi, en það er engu líkara en að Trump telji í ljósi viðkiptaferils síns að ekkert sé eðlilegra en að hægt sé að kaupa lönd og þjóðir með peningum. 

Sá, sem ekki trúir því og andmælir, hann telst vera andstyggilegur.   


mbl.is „Andstyggileg“ viðbrögð Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknilega stórmerkileg virkjun en því miður ósjálfbær.

Tæknilega er Hellisheiðarvirkjun stórmerkilegt mannvirki, þar sem sjá má í framkvæmd helstu nýjungar í nýtingu jarðvarma svo sem kolefnisbindinguna. Á þessu sviði eru íslenskir vísindamenn enn í fremstu röð í heiminum. 

Á grundvelli íslenskrar reynslu og þekkingar er hægt að nýta þessa orkulind víða um lönd, ef krðfum um endurnýjanlega orku og hreina er fylgt.  

En því miður var virkjunin höfð allt of stór í upphafi og stenst því ekki kröfur um sjálfbærni. Ending orkunnar í aðeins nokkra áratugi er einfaldlega rányrkja. 

Í upphafi Þeystareykjavirkjunar gumuðu sumir af því að sú virkjun gæti orðið jafnoki Hellieheiðarvirkjunar. 

En í máli forstjórans við vígsluna kom skýrt fram, að 90 megavött verða látin nægja í upphafi til þess að eiga meiri möguleika á sjálfbærni til framtíðar. 


mbl.is Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband