Ekki ónýtt að fá að sýna glæstan hóp á götum Berlínar.

Áhorfendatölur og iðkendatölur varðandi íslenska hestinn í Þýskalandi segja sitt um vinsældir og gildi hans fyrir orðspor Íslands bæði þar og í fleiri Evrópulöndum.  

Það er ekki ónýtt að fá að sýna glæstan hóp hesta og knapa á götum sjálfrar Berlínar, höfuðborgar Þýskalands og vonandi verður heimsmeistarakeppni íslenska hestsins vel heppnuð og góð landkynning fyrir okkur.  


mbl.is HM íslenska hestsins í Berlín hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð orð Bjargar Thorarensen í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins.

Björg Thorarensen lagaprófessor hélt athyglisverðan fyrirlestur á málþingi, sem haldið var í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. 

Þar hvatti hún til þess að gerður yrði samanburður á stöðu Íslands gagnvart EES-samningnum frá 1994 miðað við stöðuna nær aldarfjórðungi síðar. 

Nauðsynlegt væri í ljósi mikillar framþróunar við innleiðingar hinna ýmsu reglugerða og laga á þessum langa tíma að endurmeta stöðuna varðandi fullveldi Íslands. 

Gott hefði verið ef þetta hefði verið gert þá í ljósi þeirra miklu umræðu, sem nú hefur skapast. Vafalítið hefði verið betra að taka umræðuna um mat á stöðunni sem fyrst.  


mbl.is EES með yfirþjóðleg einkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn stórkostlegi hljómleikasalur náttúrunnar.

Herjólfsdalur í Vestmannaeyjum er eins rammíslenskur og hugsast getur, myndaður af eldvirkninni sem skóp þennan eyjaklasa og sker hans í meira en 50 eldgosum að minnsta kosti. 

Með þvi að nýta sér til fulls möguleikana, sem þessi stórkostlegi hljómleikasalur íslenskrar náttúru gefur, er hægt að búa til fullkominn samhljóm lands og þjóðar á hátíðarstundu. 

Er það vel. 


mbl.is Þjóðhátíð náði hámarki í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband