Andóf gegn skammsýninni.

Þeir sem rembast við að ríghalda í þá skammgræðgis- og skammsýnishugsun sem ráðið hefur för hjá jarðarbúum fram að þessu, skilja ekki þá bylgju sem nú fer um heiminn og birtist meðal annars í fjölmennum mótmælafundum og verkföllum dagsins. 

Í bloggpistlum er talað niður til mótmælenda með því að tala niður til mótmælenda með orðum eins og "barnaleg mótmæli" og "unglingurinn Gréta Thunberg.

Hin gamalkunna aðferð að fara í boltann en ekki manninn. 

Það er ekkert barnalegt við þá kröfu unglinganna að þær kynslóðir, sem nú ráða förinni hjá þjóðum heims, hrifsi ekki til sín með rányrkju og græðgi takmarkaðar auðlindir jarðar og stofni jafnvægi loftslags og lífsskilyrða í hættu á ábyrgðarlausan hátt. 

Bylgjan, sem Gréta Thunberg hrinti af stað, byggist á þroskaðri raunhugsun og er nauðsynlegt andóf gegn skammsýninni og aðgerðarleysinu, sem í raun ræður enn ríkjum þvert á yfirlýsingar sem hafa reynst gagnslausar. 


mbl.is „Við verðum öll að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókin blívur þrátt fyrir fornaldarfyrirbrigði í flutningum.

Unnendur íslenskrar tungu hafa lengi haft áhyggjur af framtíð bókarinnar hér á landi, enda hafa tækninýjungar sótt að henni úr mörgum áttum og bókaútgefendur verið í vörn við að halda þessu margra alda gamla tákni íslenskrar menningar á lífi. 

Einn angi af því er flutningur prentunar til fjarlægra landa, sem hefur leitt af sér það foreskjulega fyrirkomulag að fyrst sé bókin flutt landleið norður yfir þvert meginland Evrópu um borð í skip, sem sigli með hana yfir Atlantshafið. 

Afleiðing þessa hefur verið óheyrilega langur tími frá því að bækur koma úr prentun þangað til að þær birtist lesendum á Íslandi, varla minna en heill mánuður. 

Sé upplagið gallað tvöfaldast þessi tími og þetta leiðir af sér að sveigjanleikinn, sem innlend prentun veitir á aðal sölutímabilinu fyrir jólin, fýkur oft út í veður og vind. 

En þrátt fyrir áhyggjur af gengi hinnar hefðbundnu bókar heldur hún stöðu sinni merkilega vel. 

Hún hefur nefnilega ákveðna kosti, þrátt fyrir samkeppnina frá rafbókum og öðrum miðlum. 

Hún er til dæmis afar handhæg og hentug fyrir lestrarhraða hvers og eins og vel gerð bók getur þar að auki verið afar eiguleg og hentug sem tækifærisgjöf.  


mbl.is „Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband