Andóf gegn skammsýninni.

Þeir sem rembast við að ríghalda í þá skammgræðgis- og skammsýnishugsun sem ráðið hefur för hjá jarðarbúum fram að þessu, skilja ekki þá bylgju sem nú fer um heiminn og birtist meðal annars í fjölmennum mótmælafundum og verkföllum dagsins. 

Í bloggpistlum er talað niður til mótmælenda með því að tala niður til mótmælenda með orðum eins og "barnaleg mótmæli" og "unglingurinn Gréta Thunberg.

Hin gamalkunna aðferð að fara í boltann en ekki manninn. 

Það er ekkert barnalegt við þá kröfu unglinganna að þær kynslóðir, sem nú ráða förinni hjá þjóðum heims, hrifsi ekki til sín með rányrkju og græðgi takmarkaðar auðlindir jarðar og stofni jafnvægi loftslags og lífsskilyrða í hættu á ábyrgðarlausan hátt. 

Bylgjan, sem Gréta Thunberg hrinti af stað, byggist á þroskaðri raunhugsun og er nauðsynlegt andóf gegn skammsýninni og aðgerðarleysinu, sem í raun ræður enn ríkjum þvert á yfirlýsingar sem hafa reynst gagnslausar. 


mbl.is „Við verðum öll að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ýmislegt lagt á sig á þessum aldri til að sleppa við að mæta í skóla. Og hvað er skemmtilegra en að hópast saman með vinum fyrir kringluferð og skemmtanahald helgarinnar til að krefjast þess að einhverjir aðrir breyti sinni hegðun. Heimta að hinir eldri færi fórnir og láti öðrum eftir að klára takmarkaðar auðlindir.

Það að ungviðið mótmæli hegðun hinna eldri er ekki nýtt. Þeir sem í dag eru sakaðir um skammgræðgis- og skammsýnishugsun, rányrkju og græðgi, mengun og sóðaskap eru sömu hipparnir og mótmæltu öllu þessu sem táningar. Enda heitar tilfinningar sem rista grunnt og skilja lítið eftir eitt af einkennum þessa aldurs.

Einhvern veginn virka þessi krúttlegu mótmæli ekki sannfærandi á flest fólk. 

Vagn (IP-tala skráð) 21.9.2019 kl. 04:19

2 identicon

"That kids have got to take time out of their childhoods to explain climate science to us should be a matter of profound shame." Frankie Boyle.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.9.2019 kl. 10:22

3 identicon

Meinarðu ekki Ómar " að fara í manninn en ekki boltann" frekar en "boltann en ekki manninn"

Að öðru leiti góður dálkur.

Jakob

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 21.9.2019 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband