"Hesturinn ber ekki það sem ég ber."?

Þekkt er þjóðsagan af manninum sem sagði: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber" þegar hann steig á bak hesti sínum með poka á baki sér. 

Þetta getur átt við ýmsa tekjumöguleika, sem menn finna í hagkerfinu og mikla mjög fyrir sér, svo sem í sambandi við stórfelldar samgönguframkvæmdir langt fram í tímann. 

Meðal þess, sem þarf að íhuga, og Runólfur Ólafsson hjá FÍB bendir á, er að skoða þarf vel samhengi og samband nýrra tekjustofna við aðrar fjármagnshreyfingar, sem þessir peningar gætu verið hluti af og skoða þarf einnig hvaða ávinning framkvæmdirnar geti haft til sparnaðar. 

Gott dæmi um fljótfærnislegar ályktanir eru ævintýralegir útreikningar á þeim gríðarlegu tekjum, sem Reykjavíkurborg gæti haft í formi fasteignagjalda af því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. 

Í þessum hátimbruðu útreikningum er engu líkara en menn haldi, að þessir peningar detti niður af himnum og séu ekki borgaðir af neinum. 

En málið er flóknara en svo, því að finna þarf út að hvaða notum þetta fjármagn gæti komið ef því væri varið í eitthvað annað en fasteignagjöld og einnig þarf að skoða hvar hægt væri að nota þá til að borga fasteignagjöld annars staðar.  


mbl.is „Rennur allt upp úr sama vasanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrval rafhjóla er ævintýralegt.

Hraðri framför í smíð rafknúinna hjóla hefur áður verið lýst hér á síðunni, en um er að ræða allt frá litlum rafskútum eða raftítlum upp í meira en 200 kílóa rafhjól, sem ná 160 kílómetra hraða og komast meira en 100 kílómetra á einni hleðslu. Ducati Super Soco rafhjól.

Og ekki er síðri framför í gerð rafhjóla af öllum stærðum með útskiptanlegum rafhlöðum, sem gefa meiri hraða við skiptistöðvar en fæst við að setja bensín á bíl. 


mbl.is Rammgerðar rafskútur til leigu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðir dagar fyrir kuldatrúarmenn.

Nú eru erfiðir dagar fyrir þá sem hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið og hangið á 0,1 gráðu, sem hitinn í Reykjavík var í ágúst undir meðalhita þess mánaðar síðasta áratug. 

En þessa tölu töldu þeir sanna, að fullyrðingar "40 þúsund fífla í París" um hlýnun lofthjúps jarðar, væru úr lausu lofti gripnar.  

0,1 stig í ágúst í Reykjavík átti sem sagt að vera marktækari tala en meðalhitinn á allri jörðinni! 

Þessa dagana falla hitamet í september í hrönnum hér á landi, og júlí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og hlýtur kuldahrollur að fara um kuldatrúarmenn við þau tíðindi. 

Og sumarið, mælt frá 9 stiga meðalhita að vori til 9 stiga hita að hausti hefur lengst um meira en þrjár vikur á síðusu öld. 


mbl.is Áfram hlýtt en glittir í haustlægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband