Ferðamennirnir drepa ferðamannaslóðir fyrir sjálfum sér.

Ferðafréttaveitur birta oft vinsældalista yfir góða ferðamannastaði, en athyglisvert er, hvernig þeir hafa margir hverjir umsnúist síðustu misseri. 

Gríðarleg fjölgun ferðafólks um allan heim virðist nefnilega hafa sums staðar þau áhrif, að stemningin eyðileggst á fjölsóttustu stöðunum vegna örtraðar, biðraða, of hás verðlags og þar með eyðilagðrar stemningar sem var keppikeflið. 

Sömu ferðamannastaðir og áður röðuðu sér í efstu sætin vegna vinsælda tróna nú ofarlega á óvinsældalistum vegna ágangs og áreitis of margra. 

Þetta flaug um hugann í gær í góða veðrinu í gömlu miðborg Reykjavíkur þegar rölt var um göturnar. 

Eini Íslendingurinn, sem sást á þessari gönguferð var íslensk fyllibytta. Mikill meirihluti var fólk frá Asíu.  

Sem þýðir, að ferðamenn sem ætla að upplifa íslenska stemningu og menningu í höfuðborginni, finna hana ekki vegna ofurfjölda erlendu gestanna. 


mbl.is 9 staðir sem Forbes mælir með í stað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi framsýni. "Akureyrarkrafan".

Vaxandi kröfur kaupenda setja mark sitt á rafbílana, sem nú sópast inn á markaðinn. Eina kröfuna mætti kalla Akureyrarkröfuna, þ. e. að hægt sé að aka á einni hleðslu í einum áfanga milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Til þess þarf að minnsta kosti 60 kwst rafhlöðu, líkt og er í Opel Ampera-e bílunum, sem ekið var þessa leið á dögunum á einni hleðslu. 

Bílar með svona stórar rafhlöður kosta yfir fimm milljónir króna og þess vegna yrði það góð viðbót að fá einn nýjan sem fengist fyrir fjóra og hálfa. 

Fyrir aðeins tveimur árum þótti það mikil framför að hafa 30- 40 kwst rafhlöður í nýjustu rafbílunum þá eins til dæmis Nissan Leaf. 

Í akstrinum til Akureyrar á Opel Ampera var sá bíllinn sem lengra komst, búinn að eyða 40 kwst í Varmahlíð, og hefði því ekki komist með góðu móti lengra en á Blönduós ef rafhlaðan hefði verið af þeirri stærð. 

Þar að auki miðaðist akstur þess bíls við ítrustu sparneytni í 5 og hálfrar stundar akstri. 

Hinn bíllinn var 5 klst og 10 mínútur og átti aðeins eftir rafafl til 30 km aksturs þegar komið var til Akureyrar. 

Hann var stilltur á 85 km hraða á hraðastillinum, en hefði varla komist alla leið á hleðslunnni stilltur á 90. 

Í praksis borgar sig að miða við það komast örugglega á hleðslunni til Blönduóss og hraðhlaða þar í rúmlega hálfs tíma kaffipásu. 

Taka ber með í reikninginn, að við hraðhleðslu fellur drægnin um 20 prósent og að miða verður við það á seinni stigum ferðalags á rafbíl, til dæmis á leiðinni til baka, nema að menn stansi þeim mun lengur til að fá sér fulla hleðslu. 

Volkswagen undirvagninn undir ID.3 felur í sér byltingu,ef rétt er hermt um eðli hennar. 

Það vekur athygli þegar horft er til fortíðar hvernig hestvagninn mótaði allt útlit bíla allt fram að Seinni heimsstyrjöldinni. 

Þá fyrst fóru að sjást bílar sem voru miðaðir við það eitt að vera bílar með sprengihreyflum. 

Tesla var að mestu hönnuð fyrst og fremst sem rafbíll, en svo virðist sem Volkswagen verði með enn magnaðri hönnun.  


mbl.is Meira en 30.000 ID.3 pantaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband