Ferðamennirnir drepa ferðamannaslóðir fyrir sjálfum sér.

Ferðafréttaveitur birta oft vinsældalista yfir góða ferðamannastaði, en athyglisvert er, hvernig þeir hafa margir hverjir umsnúist síðustu misseri. 

Gríðarleg fjölgun ferðafólks um allan heim virðist nefnilega hafa sums staðar þau áhrif, að stemningin eyðileggst á fjölsóttustu stöðunum vegna örtraðar, biðraða, of hás verðlags og þar með eyðilagðrar stemningar sem var keppikeflið. 

Sömu ferðamannastaðir og áður röðuðu sér í efstu sætin vegna vinsælda tróna nú ofarlega á óvinsældalistum vegna ágangs og áreitis of margra. 

Þetta flaug um hugann í gær í góða veðrinu í gömlu miðborg Reykjavíkur þegar rölt var um göturnar. 

Eini Íslendingurinn, sem sást á þessari gönguferð var íslensk fyllibytta. Mikill meirihluti var fólk frá Asíu.  

Sem þýðir, að ferðamenn sem ætla að upplifa íslenska stemningu og menningu í höfuðborginni, finna hana ekki vegna ofurfjölda erlendu gestanna. 


mbl.is 9 staðir sem Forbes mælir með í stað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband