Spennandi framsýni. "Akureyrarkrafan".

Vaxandi kröfur kaupenda setja mark sitt á rafbílana, sem nú sópast inn á markaðinn. Eina kröfuna mætti kalla Akureyrarkröfuna, þ. e. að hægt sé að aka á einni hleðslu í einum áfanga milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Til þess þarf að minnsta kosti 60 kwst rafhlöðu, líkt og er í Opel Ampera-e bílunum, sem ekið var þessa leið á dögunum á einni hleðslu. 

Bílar með svona stórar rafhlöður kosta yfir fimm milljónir króna og þess vegna yrði það góð viðbót að fá einn nýjan sem fengist fyrir fjóra og hálfa. 

Fyrir aðeins tveimur árum þótti það mikil framför að hafa 30- 40 kwst rafhlöður í nýjustu rafbílunum þá eins til dæmis Nissan Leaf. 

Í akstrinum til Akureyrar á Opel Ampera var sá bíllinn sem lengra komst, búinn að eyða 40 kwst í Varmahlíð, og hefði því ekki komist með góðu móti lengra en á Blönduós ef rafhlaðan hefði verið af þeirri stærð. 

Þar að auki miðaðist akstur þess bíls við ítrustu sparneytni í 5 og hálfrar stundar akstri. 

Hinn bíllinn var 5 klst og 10 mínútur og átti aðeins eftir rafafl til 30 km aksturs þegar komið var til Akureyrar. 

Hann var stilltur á 85 km hraða á hraðastillinum, en hefði varla komist alla leið á hleðslunnni stilltur á 90. 

Í praksis borgar sig að miða við það komast örugglega á hleðslunni til Blönduóss og hraðhlaða þar í rúmlega hálfs tíma kaffipásu. 

Taka ber með í reikninginn, að við hraðhleðslu fellur drægnin um 20 prósent og að miða verður við það á seinni stigum ferðalags á rafbíl, til dæmis á leiðinni til baka, nema að menn stansi þeim mun lengur til að fá sér fulla hleðslu. 

Volkswagen undirvagninn undir ID.3 felur í sér byltingu,ef rétt er hermt um eðli hennar. 

Það vekur athygli þegar horft er til fortíðar hvernig hestvagninn mótaði allt útlit bíla allt fram að Seinni heimsstyrjöldinni. 

Þá fyrst fóru að sjást bílar sem voru miðaðir við það eitt að vera bílar með sprengihreyflum. 

Tesla var að mestu hönnuð fyrst og fremst sem rafbíll, en svo virðist sem Volkswagen verði með enn magnaðri hönnun.  


mbl.is Meira en 30.000 ID.3 pantaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Hingað komu fyrir nokkrum árum, aðri Opel Ampera rafbílar.

Sem mikill Opel maður, þá skoðai ég þá.

Á til mynd af mér við hliðina á einum.

Lítið hefur spurts til þeirr,nema ég sá einn gráan á hrikalega mikið fölnu endursöluverði. Kannski hefur svona lítið heyrst af umræddum bílum, af því þeir eru til friðs og í fullri notkun.

Hvernig væri, ef við horfðum miera á bíla sem nota vetni sem eldsneyti ?

Vetni er með mikla orkurýmd, miklu, miklu meir orkurýmd en nokkur rafhlaða sem er þekkt í dag,  frekar auðvelt í framleiðslu, mun hrað-hlaðanlegar en rafmagn inn á raffhlöðu.

Um að gera að skoða sem flesta orkubera, sem við getum framleitt sjálf og eru vistvænir. 

Ekki stjornarst eingöngu af þeim sem eru öflugastir í að auglýsa hleðslust-varnar sínar.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 17:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður er verðið allt of hátt ennþá á vetnisbílum og innviðirnir fyrir þá langt á eftir uppbyggingunni í hleðslustöðvunum fyrir venjulega rafbíla. 

Ómar Ragnarsson, 8.9.2019 kl. 20:35

3 identicon

Sæll Aftur Ómar.

Hárrét hjá þér, Ómar verð á bílum sem nota vetni er enn of hátt og innviðir fyri þá langt á eftir.

Nákvæmlega sama svar, næstum orðrétt, fékk ég frá öllum bílaumboðum, einnig því eina, sem hafði flutt inn og þjónustað nokkra batterísbíla,  þegar ég var alvaralega að skoða kaup á litlum rafmagnsbíl, fyrir sléttum 20 árum. 

Og hvað hefur breyst á 20 árum í rafbílunum ?

Þeir eru orðnr líkari "alvöru"- bílum í útliti, orðnir stærri og ennþá þyngri,  notað er annað efni í rafhlöðurnar, það "gamla" var svo eitrað og erfitt í endurvinnslu.

Eina grein, eina umsögn um vetnisbíl hérlendis, hef ég rekist á í útbreiddu blaði, það er allt.

Vona að ég lfi í 20 ár, svo maður sjái hver þróunin verður.

Alltaf fróðlegt að lesa pistlana þína, Ómar. 

Kveðja,

Heimir H. Karlsson. 

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband