Tesla - kemur aftur sterk inn?

Tesla er eitt af ævintýrunun í viðskiptalífi heimsins síðustu ár og er sjaldgæft dæmi um það hvernig frjó hugsun eldhuga getur lyft grettistökum. 

Með því að hugsa hönnun rafbíla alveg upp á nýtt varð til bill, sem var um stund langt á undan öllum öðrum rafbílum. 

Þetta var hins vegar skammgóður vermir, því að í fyrstu voru það bara dýrir bílar, sem voru í boði, en engin bitastæður bílaframleiðandi getur haldið allsherjar forystu án þess að teygja sig neðar í skalann.  

Það var bíll af Tesla gerð sem var fyrst ekið á rúmum sólarhring í kringum landið 2015, en síðan kom bakslag, sem virðist fyrst og fremst hafa stafað af því að það var of seint brugðist af hálfu Tesla við hraðri framþróun og óvæntu stórauknu framboði keppinautanna. 

Nú er Tesla að gyrða sig í brók varðandi það að höfða til stærsta og gjöfulasta markhóps kaupenda, sem er fólk með góðar tekjur í millistéttum, og er það vel. 

Það er búið að spá illa fyrir framtíð Tesla verksmiðjanna í líkingu við það að aðeins séu þrjú hjól undir bílnum.  En áfram skröltir hann þó.  


mbl.is Tesla opnar á Íslandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar og hljóðlátar tegundir hernaðar.

Litla friðsæla Ísland lá kannski "langt frá heimsins vígaslóð" þegar Hulda orti ljóðið "Hver á sér fegra föðurland?" en það breyttist hratt einmitt á þeim tíma sem ljóðið var að festa rætur í krafti hins frábæra lags snillingsins Emils Thoroddsens. 

Þegar Ísland gerði varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, að það væri gert vegna þess að ef hætta væri á því að farið yrði með hernað gegn NATO yrði líklegra að ráðist yrði á garðinn þar sem hann væri lægstur heldur en þar sem hann væri hæstur. 

Í alheimskerfi netsins er litla Ísland ekkert fjær því að vera fjarri hinni nýju vígaslóð tölvuárása og tölvustyrjalda, heldur jafnvel statt þar sem garðurinn er lægstur á þeim tíma, þegar ný og hljóðlát tegund hernaðar, sem háður er með tölvum, verður æ ágengari hvar sem er á hnettinum. 


mbl.is „Þetta er skipulögð og þróuð árás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband