9.9.2019 | 09:18
Nýjar og hljóðlátar tegundir hernaðar.
Litla friðsæla Ísland lá kannski "langt frá heimsins vígaslóð" þegar Hulda orti ljóðið "Hver á sér fegra föðurland?" en það breyttist hratt einmitt á þeim tíma sem ljóðið var að festa rætur í krafti hins frábæra lags snillingsins Emils Thoroddsens.
Þegar Ísland gerði varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, að það væri gert vegna þess að ef hætta væri á því að farið yrði með hernað gegn NATO yrði líklegra að ráðist yrði á garðinn þar sem hann væri lægstur heldur en þar sem hann væri hæstur.
Í alheimskerfi netsins er litla Ísland ekkert fjær því að vera fjarri hinni nýju vígaslóð tölvuárása og tölvustyrjalda, heldur jafnvel statt þar sem garðurinn er lægstur á þeim tíma, þegar ný og hljóðlát tegund hernaðar, sem háður er með tölvum, verður æ ágengari hvar sem er á hnettinum.
![]() |
Þetta er skipulögð og þróuð árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjófnaður er ekki nýtt fyrirbæri og þó verkfærið sé nýtt þá flokkast þjófnaður ekki sem hernaður.
Ísland er hernaðarlega mikilvægt legu sinnar vegna. Og þegar hér var herstöð þá voru hér hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Bókhald HS Orku mun seint flokkast sem hernaðarlega mikilvægt skotmark. Það er óþarfi að fara á límingunum þó einhver noti tölvu til þess að stela mánaðar gróða lítils orkuframleiðenda.
Vagn (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.