Þetta snýst um sigur og að taka tvö stig með sér yfir í milliriðil.

Sérkennileg einsýni birtist í spurningum danskra blaðamanna til Guðjóns Vals Sigurðssonar um það, hvort Íslendingar séu ekki með hugann við það hvernig úrslit leiksins við Ungverja hafi áhrif á stöðu Dana. 

Hinir dönsku blaðamenn virðast ekki skilja hvers virði það verður fyrir Íslendinga að geta tekið með sér tvö stig yfir í keppnina í milliriðlinum. 

Og ekki virðast þeir skilja, að þetta fyrirkomulag er beinlínis hugsað þannig, að það hvetji landsliðin til þess að leggja sig fram af fremsta megni í hverjum leik, og hugsa aðeins um sigur í honum. 

Mað spurningum dönsku blaðamannanna er verið að gefa það í skyn, að ef Íslendingar hafi ekki hugann við að hjálpa Dönum, lýsi það einhverri óvild Guðmundar þjálfara og liðsins í garð Dana. 

Það er lágkúrulegt og í skásta falli barnalegt að stilla málinu svona upp.  


mbl.is Guðjón Valur stakk upp í Danina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum tæki Jónasar Elíassonar til Filippseyja!

Vorið 2011 voru einföld mælingartæki, sem Jónas Elíasson prófessor hannaði og lét smíða, notuð til þess að mæla öskumagn við Faxaflóa í goosmekki, sem kom frá eldgosi í Grímsvötnum og náði þaðan að Selvogi og Þrengslum. tf-tal_maelingar_1260578_1318096[1]

Hægt var að fljúga með þetta tæki og tvo mælingamenn í lítilli eins hreyfils flugvél í eigu Sverris Þóroddssonar og skiptust tveir flugmenn á við þetta sérkennilega mælingaflug. 

Mynin er tekin á Selfossflugvelli við upphaf mælingaflugs, og stendur annar mælingamaðurinn í dyrum vélarinnar, en tækið er fyrir innan þær. 

Neðst er mynd, tekin af mælingamönnunum að störfum. 

Niðurstöður mælinganna voru lesnar af pappírsstrimli og sendar til London með reglulegu millibili á þann hátt að menn þar á bæ gætu lesið tölurnnar af pappír. Öskumæling í flugvél (2)

Hugsunin á bak við þessa aflestrarkröfu minntu á þekkta setningu úr verki Halldórs Laxness um skrifræðið í veldistíma Dana hér á landi:  "Ertu með bréf upp á það?"

Miðjumyndina á síðunni tók Eggert Norðdahl við Hvolsvöll á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð 2010, en þá kviknaði hugmyndin um öskumælingaaðferðina, sem Jónas Elíasson útfærði þannig, að hægt var að nota hana í Grímsvatnagosinu ári síðar. TF-FRÚ Hvolsvelli 10.5.2010 Eldgos.

Ef þetta mælingaflug 2011  hefði ekki verið framkvæmt í sólarhring, hefði orðið að loka bæði Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli vegna þess að ónákvæm öskuspá tölvu í London var notuð í eldgosunum 2010 og 20111 til þess grundvallar lokunar á flugstjórnarsvæðum vegna útreiknaðs öskufalls. Öskumæling í flugvél

Í mælingunni fyrrnefndu kom í ljós, að miðað við þau takmörk, sem Alþjóða flugmálastofnunin setur fyrir flugi í gegnum öskumettað loft, hefðu mörk bannsvæðis geta legið við Selfoss þegar tæki Jónasar voru notuð í mælingaflugi á svæðinu þaðan vestur um Faxaflóa, sen flugið hófst á Selfossflugvelli í 5 kílómetra skyggni. 

Allan mælingatímann var heiðskírt við Faxaflóa svo að Snfellsjökull og Snfellsnes blöstu við, séð frá Reykjavík og Keflavík, og eini staðurinn, þar sem örlítið frávik fannst á flugferlinum um flóasvæðið kom fram tvær sekúndur, þegar flogið var í þúsund feta hæð yfir Hellisheiðarvirkjun!  Svona voru nú tækin nákvæm.  

Jónas fór síðar með tæki sín til Japans til að prófa þau í smágosi þar og flutti um þá ferð fyrirlestur við Háskóla Íslands. 


mbl.is „Farið að líkjast öskufallinu úr Eyjafjallajökli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband