Þetta snýst um sigur og að taka tvö stig með sér yfir í milliriðil.

Sérkennileg einsýni birtist í spurningum danskra blaðamanna til Guðjóns Vals Sigurðssonar um það, hvort Íslendingar séu ekki með hugann við það hvernig úrslit leiksins við Ungverja hafi áhrif á stöðu Dana. 

Hinir dönsku blaðamenn virðast ekki skilja hvers virði það verður fyrir Íslendinga að geta tekið með sér tvö stig yfir í keppnina í milliriðlinum. 

Og ekki virðast þeir skilja, að þetta fyrirkomulag er beinlínis hugsað þannig, að það hvetji landsliðin til þess að leggja sig fram af fremsta megni í hverjum leik, og hugsa aðeins um sigur í honum. 

Mað spurningum dönsku blaðamannanna er verið að gefa það í skyn, að ef Íslendingar hafi ekki hugann við að hjálpa Dönum, lýsi það einhverri óvild Guðmundar þjálfara og liðsins í garð Dana. 

Það er lágkúrulegt og í skásta falli barnalegt að stilla málinu svona upp.  


mbl.is Guðjón Valur stakk upp í Danina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband