Sendum tæki Jónasar Elíassonar til Filippseyja!

Vorið 2011 voru einföld mælingartæki, sem Jónas Elíasson prófessor hannaði og lét smíða, notuð til þess að mæla öskumagn við Faxaflóa í goosmekki, sem kom frá eldgosi í Grímsvötnum og náði þaðan að Selvogi og Þrengslum. tf-tal_maelingar_1260578_1318096[1]

Hægt var að fljúga með þetta tæki og tvo mælingamenn í lítilli eins hreyfils flugvél í eigu Sverris Þóroddssonar og skiptust tveir flugmenn á við þetta sérkennilega mælingaflug. 

Mynin er tekin á Selfossflugvelli við upphaf mælingaflugs, og stendur annar mælingamaðurinn í dyrum vélarinnar, en tækið er fyrir innan þær. 

Neðst er mynd, tekin af mælingamönnunum að störfum. 

Niðurstöður mælinganna voru lesnar af pappírsstrimli og sendar til London með reglulegu millibili á þann hátt að menn þar á bæ gætu lesið tölurnnar af pappír. Öskumæling í flugvél (2)

Hugsunin á bak við þessa aflestrarkröfu minntu á þekkta setningu úr verki Halldórs Laxness um skrifræðið í veldistíma Dana hér á landi:  "Ertu með bréf upp á það?"

Miðjumyndina á síðunni tók Eggert Norðdahl við Hvolsvöll á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð 2010, en þá kviknaði hugmyndin um öskumælingaaðferðina, sem Jónas Elíasson útfærði þannig, að hægt var að nota hana í Grímsvatnagosinu ári síðar. TF-FRÚ Hvolsvelli 10.5.2010 Eldgos.

Ef þetta mælingaflug 2011  hefði ekki verið framkvæmt í sólarhring, hefði orðið að loka bæði Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli vegna þess að ónákvæm öskuspá tölvu í London var notuð í eldgosunum 2010 og 20111 til þess grundvallar lokunar á flugstjórnarsvæðum vegna útreiknaðs öskufalls. Öskumæling í flugvél

Í mælingunni fyrrnefndu kom í ljós, að miðað við þau takmörk, sem Alþjóða flugmálastofnunin setur fyrir flugi í gegnum öskumettað loft, hefðu mörk bannsvæðis geta legið við Selfoss þegar tæki Jónasar voru notuð í mælingaflugi á svæðinu þaðan vestur um Faxaflóa, sen flugið hófst á Selfossflugvelli í 5 kílómetra skyggni. 

Allan mælingatímann var heiðskírt við Faxaflóa svo að Snfellsjökull og Snfellsnes blöstu við, séð frá Reykjavík og Keflavík, og eini staðurinn, þar sem örlítið frávik fannst á flugferlinum um flóasvæðið kom fram tvær sekúndur, þegar flogið var í þúsund feta hæð yfir Hellisheiðarvirkjun!  Svona voru nú tækin nákvæm.  

Jónas fór síðar með tæki sín til Japans til að prófa þau í smágosi þar og flutti um þá ferð fyrirlestur við Háskóla Íslands. 


mbl.is „Farið að líkjast öskufallinu úr Eyjafjallajökli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband