"Special VFR", "sérlegt sjónflug."

Hugsanlega gætir smá ónákvæmni í orðalagi þegar sagt er að þyrluflugmaðurinn, sem flaug þyrlu Kobe Bryant hafi "fengið sérstakt leyfi til að fljúga þyrlunni" sem fórst. 

Slíkt orðalag gæti skilist á þann veg, að hann hafi ekki haft réttindi til að fljúga Sikorsky S-76, en miðað við veðuraðstæður er hitt líklegra, að hann hafi fengið leyfi til að fljúga í samræmi við sérlegar reglur um sjónflugskilyrði. 

Í reglum um tilhögun flugs eru nefninlega sérstök ákvæði um lágmarks skyggni til flugs, og fer það eftir svæðum og flughæð, hvert lágmarks skyggni megi vera. 

Það er á ábyrgð flugmanna að fara eftir slíkum reglum um lágmörk. 

Í reglum um flug venjulegra flugvéla er tekið mið af því, að flugvélar verða að hafa lágmarks svigrúm og flugmennirnir lágmarks rými og tíma til að fljúga sjónflug, af því að flugvélar þurfa lágmarks hraða til þess að haldast á lofti. 

Einnig þarf að taka tillit til þess að ekki skapist árekstrarhætta við aðrar flugvélar. 

Ef engin árekstrarhætta er við önnur loftför, til dæmis í nánd við flugvelli, geta flugumferðarstjórar gefið sérstaka heimild um flug við verri sjónflugsskilyrði en ella, og nefnist slík heimild "special VFR" eða "sérlegt sjónflug" t,d, 1,5 km lárétt skyggni og 500 feta skýjahæð í stað 5 km skyggni og 2000 feta skýjahæð.  

Um þyrlur gilda hins vegar sérstök ákvæði vegna þess eiginleika þeirra að geta staðið kyrrar á flugi og tyllt sér lóðrétt niður.

Ef þyrlu er flogið þar sem engin önnur flugumferð er, eins og væntanlega hefur verið gert í þyrlu Bryants, er það matsatriði flugmannsins hver öryggislágmörkin eru í slíku flugi sem flogið er sem "sérlegt sjónflug."  

Ef flugmaðurinn kemst í þær aðstæður, að hann geti ekki tyllt þyrlunni niður vegna óslétts landslags og hindrana og sjái auk þess nær ekkert frá sér, getur hann komist í algert þrot í ógöngum, sem hann ræður ekki við. 

 


mbl.is Fékk sérstakt leyfi til að fljúga þyrlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir hanga enn á því að flugi fylgi bara lágtæknistörf.

Kannski verða umbrotin við Svartsengi til þess að menn fari að endurskoða þann einbeitta vilja ráðamanna ap leggja Reykjavíkurflugvöll niður og reisa hundraða milljarða flugvöll við Hvassahraun í staðinn. 

Í umræðunni um gildi flugvallarsvæðisins í Reykjavík hefur verið þrástagast á því, að þangað þurfi að laða hátæknifólk og hátæknistörf og því haldið fram, að ef þessi flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði engin byggð risið austan Elliðaáa, heldur hefðu þeir, sem á því svæði búa nú, safnast í þétta og "betri byggð" í Vatnsmýrinni. 130 þúsund íbúar í mýrinni, hvorki meira né minna! 

Á bak við hátæknitalið liggur sá hugsunarháttur, að flug og tengd starfsemi sé lágtækni með skítugan flugvirkja með skiptilykil sem nokkurs konar tákn. En 75 prósent af starfi flugvirkja er reyndar hátæknilegt bókhald við skrifborð. 

Þessi löngu úrelti hugsunarháttur um einföldu skítadjobbin er í besta falli broslegur, en einnig skaðlegur og lýsir mikilli vanþekkingu á eðli þeirra starfa, sem vinna þarf til þess að halda uppi flugstarfsemi í fremstu röð í heiminum, sem eigi með tengdum störfum næstum 40 prósent hlutdeild í þjóðarbúskapnum. 


mbl.is „Einstakt í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferlið hjá Eyjafjallajökli stóð í rúman áratug.

Allur gangur er á því hve langur tími líður frá því að fyrirbæri eins og landris og jarðskjálftar byrjar að láta á sér bæra á eldvirku svæði þar til eldgos hefst. TF-FRÚ Hvolsvelli 10.5.2010 Eldgos.

Frá því að fyrsta óvissustigi var lýst yfir vegna slíks í Eyjafjallajökli og fyrstu fundir voru haldnir með íbúum þar til gos hófst á Fimmvörðuhálsi 2010 liðu tæplega ellefu ár. 

Hekla getur gosið með klukkustundar fyrirvara og í Bárðarbungu er ferli, sem enginn veit hvernig endar. 

Öræfajökull byrjaði að láta á sér kræla í hitteðfyrra og Grímsvötn eru að jafnaði virkasta eldstöð landsins. 

Komið hafa áður stutt tímabil landriss og óróa á utanverðum Reykjanesskaga, sem runnu sitt skeið á enda hljóðlega og án eldsumbrota á yfirborði. 

Hvað óróa á Reykjanesskaga varðar má vitna í greiningu sérfræðinga, sem væntanlega skýrist betur á almennum fundi í Grindavík, og næsti bloggpistill á undan þessum fjallar með myndum um sig og ris á svæðinu í kringum hina 10 kílómetra lögu gígaröð og gossprungu Eldvörp. 

Hún er nokkra kílómetra fyrir suðvestan Svartsengi, en nokkru vestar er eldstöðin og móbergsfellið Stapafell, sem er nokkra kílómetra fyrir sunnan Keflavíkurflugvöll og flogið yfir hana í aðflugi á norður-suðurbraut vallarins. 


mbl.is Hraun gæti komið úr kílómetralöngum sprungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband