Sumir hanga enn á því að flugi fylgi bara lágtæknistörf.

Kannski verða umbrotin við Svartsengi til þess að menn fari að endurskoða þann einbeitta vilja ráðamanna ap leggja Reykjavíkurflugvöll niður og reisa hundraða milljarða flugvöll við Hvassahraun í staðinn. 

Í umræðunni um gildi flugvallarsvæðisins í Reykjavík hefur verið þrástagast á því, að þangað þurfi að laða hátæknifólk og hátæknistörf og því haldið fram, að ef þessi flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði engin byggð risið austan Elliðaáa, heldur hefðu þeir, sem á því svæði búa nú, safnast í þétta og "betri byggð" í Vatnsmýrinni. 130 þúsund íbúar í mýrinni, hvorki meira né minna! 

Á bak við hátæknitalið liggur sá hugsunarháttur, að flug og tengd starfsemi sé lágtækni með skítugan flugvirkja með skiptilykil sem nokkurs konar tákn. En 75 prósent af starfi flugvirkja er reyndar hátæknilegt bókhald við skrifborð. 

Þessi löngu úrelti hugsunarháttur um einföldu skítadjobbin er í besta falli broslegur, en einnig skaðlegur og lýsir mikilli vanþekkingu á eðli þeirra starfa, sem vinna þarf til þess að halda uppi flugstarfsemi í fremstu röð í heiminum, sem eigi með tengdum störfum næstum 40 prósent hlutdeild í þjóðarbúskapnum. 


mbl.is „Einstakt í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hrekur þessi rök listavel. Að vísu minnist ég þess ekki að hafa séð neinn halda þessu fram sem þú hrekur. Það hefur þá ekki verið eftirminnilegt eða áberandi í umræðunni. Var þetta einhver sem vill láta taka sig alvarlega eða fullur kall á þorrablóti? Gaman væri að vita hvaða gáfnaljós voru þessarar skoðunar.

Og hvað er eiginlega "hátæknilegt bókhald við skrifborð"? Er það þegar bókhald er gert í borðtölvu með prentara en ekki meitlað í stein og talið á fingrunum sitjandi á gólfinu?laughing

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband