Ferlið hjá Eyjafjallajökli stóð í rúman áratug.

Allur gangur er á því hve langur tími líður frá því að fyrirbæri eins og landris og jarðskjálftar byrjar að láta á sér bæra á eldvirku svæði þar til eldgos hefst. TF-FRÚ Hvolsvelli 10.5.2010 Eldgos.

Frá því að fyrsta óvissustigi var lýst yfir vegna slíks í Eyjafjallajökli og fyrstu fundir voru haldnir með íbúum þar til gos hófst á Fimmvörðuhálsi 2010 liðu tæplega ellefu ár. 

Hekla getur gosið með klukkustundar fyrirvara og í Bárðarbungu er ferli, sem enginn veit hvernig endar. 

Öræfajökull byrjaði að láta á sér kræla í hitteðfyrra og Grímsvötn eru að jafnaði virkasta eldstöð landsins. 

Komið hafa áður stutt tímabil landriss og óróa á utanverðum Reykjanesskaga, sem runnu sitt skeið á enda hljóðlega og án eldsumbrota á yfirborði. 

Hvað óróa á Reykjanesskaga varðar má vitna í greiningu sérfræðinga, sem væntanlega skýrist betur á almennum fundi í Grindavík, og næsti bloggpistill á undan þessum fjallar með myndum um sig og ris á svæðinu í kringum hina 10 kílómetra lögu gígaröð og gossprungu Eldvörp. 

Hún er nokkra kílómetra fyrir suðvestan Svartsengi, en nokkru vestar er eldstöðin og móbergsfellið Stapafell, sem er nokkra kílómetra fyrir sunnan Keflavíkurflugvöll og flogið yfir hana í aðflugi á norður-suðurbraut vallarins. 


mbl.is Hraun gæti komið úr kílómetralöngum sprungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vinur.

´g var að lesa þarna frétt um áætlanir flugleiða ef til goss kæmi.

Er ekki gott að hafa Reykjavík og Akureyri ef í hart fer?

Sleppur á 737 held ég...eða???

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 16:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bæði Akureyri og Egilsstaðir sleppa með 737 og 757, en það er tæpara með 737 í Reykjavík. 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2020 kl. 20:40

3 identicon

En, komu ekki fyrstu 727 til Reykjavíkur?

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.1.2020 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband