Lúmskur, viðsjáll og háll vágestur.

Sögurnar af því hve lúmskur, viðsjáll og háll vágestur COVID-19 getur reynst skipta eflaust tugum þúsunda.

Veikindasagan hjá Boris Johnson var athyglisverð á sínum tíma, og kom að því leyti á óvart, að hann er aðeins 56 ára, níu árum yngri en talin eru aldursmörk áhættuhóps, aldurs vegna. 

Það er því full ástæða til þess fyrir alla, sem sjá um læknismeðferð Bandaríkjaforsetans, að vera á tánum.

Trump er 18 árum eldri en Johnson og auk þess með varasama ofþyngd. Veikindi Trumps geta orðið enn einn þátturinn í því að árið 2020 verði ár óvenjulegustu og óvæntustu viðburðanna á okkar tímum. 


mbl.is Trump lagður inn á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir, eins og Boris Johnson, verða mjög veikir, aðrir ekki.

COVID-19 virðist vera afar óútreiknanlegt fyrirbrigði, bæði hvað snertir smit, hvernig fólk verður veikt, og hve lengi og með hvaða einkennum veikin þróast. 

Þetta hefur valdið óvissu og miklum vangaveltum. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var á fjölmennum samkomum í nokkra daga í upphafi heimsfaraldursis í Bretlandi þegar hann smitaðist og varð í kjölfarið svo veikur, að hann lenti í öndunarvél í gjörgæslu, enda í mjög mikilvægu embætti. 

Hann komst í gegnum þetta og lærði af reynslunni, en margir hafa skoðað stefnu hans síðan með hliðsjón af þessari reynslu hans. 

Fullyrðingar Trumps í kappræðunum við Biden um að veikin smitist ekki utandyra og að þess vegna sé allt í lagi að þúsundir fólks þjappist saman á fjödafundum, sem hann hefur haldið, vöktu undrun margra, því að smitúði getur að sjálfsögðu alveg eins borist um útiloft með vindi eða golu eins og í lofti innandyra. 

Og tómir íþróttavellir og samkomustaðir víða um lönd segja ákveðna sögu.

Í kappræðunum velti Trump sér upp úr mismuninum á þétt skipuðum fjöldafundum sínum gagnstætt varfærinni stefnu Bidens í þeim efnum og gerði gys að, "það kemur enginn á þessa fundi, ekki nokkur maður", en tók með þessu áhættu sem hugsanlega gat hefnt sín. 

Hann hæddist að varfærni Bidens og gerði sérstakt grín að stórri grímu hans í einni af alls 71 frammíkalli af 90 í þættinum, sem leiddi til þess að stjórnandinn varð enn einu sinni að áminna hann um að fara eftir reglunum um kappræðurnar. 

Og fékk fyrir bragðið í hausinn þá ásökun Trumps að hann væri hlutdrægur og ynni með Biden. 

Í allt sumar hafa léleg heilsa og hugsanlegur stórfelldur ellihrumleiki Bidens verið eitt af helstu atriðum í málflutningi fylgismanna Trumps, og hafa þeir jafnvel talað um að hann sé svo langt leiddur að hann viti ekki hvar hann sé staddur né hvað hann heiti. 

Annað kom í ljós í meginatriðum í kappræðunum. 

Smitun forsetahjónanna bandarísku setur því forsetakosningarnar í það ástand, að enga hliðstæðu er að finna. 

Ein af ummælunum á Twitter um kappræðurnar voru þess efnis að í kappræðunum hefðu tekið þátt þrír menn, 72ja ára stjórnandi, 74 ára forseti og 77 ára áskorandi.

Þau voru sláandi, því að  allir þrír teljast vera í svonefndum áhættuhópi. 


mbl.is Trump-hjónin með COVID-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalausar ekki-Teigskógarmyndir í meira en 15 ár.

Í allri hinni löngu deilu um Teigsskóg hefur þess verið nánast kyrfilega gætt af fjölmiðlum að forðast að birta mynd af skóginum, heldur ævinlega birtar myndir af allt öðru.  Teigsskógur.Reynitré.

Nýjasta dæmið er á mbl.is nú um miðnæturskeið, þar sem fullyrt er að á meðfylgjandi mynd sé horft af veginum niður austanverðan Hjallaháls í átt að Teigsskógi,þótt raunar sé horft í öfuga átt, frá Teigsskógi, sem þar að auki er að bak við fjall í nokkurra kílómetra fjarlægð að baki ljósmyndaranum!

Sem dæmi um mynd, sem tekin er í hinum raunverulega Teigsskógi, er þessi, sem er hér á síðunni.

Á myndinni stendur Ólafur Arnalds, eini Íslendingurinn, sem hefur fengið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs undir lundi reynitrjáa í Teigsskógi. 

Og hér er P.S. Í nýjustu uppfærslu RUV á frétt um Teigsskóg er mynd af vesturenda skógarins í stað þeirrar myndar, sem birtist þar fyrst. Er það vel.  

En þetta er undantekning þegar litið er yfir fjölmiðlaflóruna. Þeir tugir mynda sem hafa verið birtar í fjölmiðlum af svæðinu, hafa verið teknar skammt frá þjóðveginum um Hjallaháls, og á þeim myndum er skógurinn hinum megin við fjallshlíðina framundan!  

Ráðherrar hafa látið taka af sér myndir, þar sem þeir stilla sér upp á vegarslóðanum, sem liggur í átt að skóginum og hafa myndirnar átt að sýna, að þeir væru búnir að skoða skóginn. 

Úrskurðarnefnd umhverfismála notar það sem rök fyrir því að ruðst verði með trukkaveg í gegnum skóginn, að aðrar leiðir, sem komu til greina, liggi líka í gegnum lönd í einkaeigu.

Alveg dæmigert sjónarmið, þar sem náttúran og verðmæti hennar sem slíkrar er einskis metin rétt einu sinni enn. 

Og sjónarmiðin sem maður sér í athugasemdum virðast byggð á myndum, sem teknar eru utan skógarins og út frá þeim fullyrt að þetta séu "nokkrar kjarrhríslur."  

 

 

 


mbl.is Staðfestir ákvörðun um Teigsskóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband