Frammistaða Söru Palin var minnisstæð.

Þegar hinn aldraði John McCain bauð sig fram fyrir Republikanaflokkinn til forseta 2008, 72ja ára gamall, var mikilvægi varaforsetaefnis hans augljós og vandi á höndum. 

Varaforsetaframbjóðandinn varð að höfða til svipaðs hóps kjósenda og hafði fylgt McCain fram að því, en jafnframt fríska það vel upp á ásýndina, að það slægi á úrtöluraddir vegna aldurs McCain og gæfi jafnframt frísklegan blæ á það. 

McCain tók þá dirfskulegu ákvörðun að fá Söru Palin, glæsilega unga og hressilega konu til þess að koma með sér í framboðið.  

Það átti eftir að reynast illa, því að þrátt fyrir að allt væri gert sem unnt var til þess að undirbúa Palin fyrir kosningabaráttuna, stóð hún sig vægast sagt herfilega. 

Hún reyndist einkum ískyggilega fáfróð um umheiminn og utanríkismál, meira að segja í næsta nágrenni við Alaska, þar sem hún hafði verið ríkisstjóri.   

Svo illa gekk henni, að henni tókst að komast á bekk með Dan Quayle varaforsetaefni George Bush eldri sem seinheppinn frambjóðandi. 

Quayle var ungur og ungur og laglegur, en lenti í ótrúlegum vandræðum í kappræðum. 

Framboð Kamölu Harris er að vísu keimlíkt framboði Söru Palin 2008 hvað snertir það að vinna upp aldur karlkyns forsetaframbjóðanda með ungri og efnilegri konu. 

En flestum ber saman um, að miklu minni hætta sé á að Harris lendi í svipuðum vandræðum og Palin á sínum tíma. Þvert á móti sé hún mun mikilhæfari og klárari en Palin og eigi góða möguleika á að styrkja framboð Joe Biden, sem ekki sé vanþörf á. 

Þetta verður spennandi.  


mbl.is Augu allra á Pence og Harris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar allt snýst um Trump og milljón látnir verða að "falsfrétt".

Eins og virðist stefna í það, sem nefnt var sem möguleiki fyrir fjórum dögum, að COVID-19 veiki Bandaríkjaforseta myndi verða snúið upp í það, að dauði milljón manna og barátta enn fleiri í öndunarvélum yrði túlkað sem "falsfrétt" á þeim forsendum, að hreysti 74 ára ofurmennis, sem nú hefði líkamshreysti fimmtugs kraftaverkamenns afsannaði tilvist COVID-19 sem drepsóttar og heimsfaraldurs. 

Barátta Johnsons, forsætisráðherra Breta, upp á líf og dauða í öndunarvél, var þá eftir allt saman ein af milljónum falsfrétta. 

Hvað um það að Bandaríkjaforseti þurfti súrefnisgjöf og sérstakt steralyf gegn tilbúnum sjúkdómi sem var ekki neitt, neitt og bara "falsfrétt"?

Og er það svo, ai fyrir bragðið virðist þau liggja fyrir, úrslit forsetakosninganna, sem halda á eftir mánuð: Yfirburðasigur Trumps? 


mbl.is Trump útskrifast af sjúkrahúsinu í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband