Rýmið fyrir repjuna gæti verið eina vandamálið.

Í mjög athyglisverðri tengdri frétt á mbl.is er nefnt flatarmálið 16.000 hektarar, sem repjuakrar gætu þakið hér á landi.

Eins og svo oft vill verða, er notuð flatarmálseining, sem segir venjulegum lesendum ekki neitt, því að eina flatarmálseiningin, sem flestir skilja, eru ferkílómetrar. 

Raunar er þetta afar einfaldur útreikningur, því að hver ferkílómetri er 100 hektarar, þannig að aðeins þarf að taka tvö núll aftan af hektarafjöldanum, og þá verður útkoman 160 ferkílómetrar. 

Það þýðir svæði sem er 20x8 kílómetrar eða álíka og helmingur undirlendis í Árnessýslu, þannig að vel þarf að huga að landnýtingunni sam repjuræktinni fylgir. 

Raunar er landnýting hér á landi án framsýni, svo sem um það, hvar eigi reisa þá tugi risa vindorkuvera, sem nú streyma inn á borð hjá stjórnvöldum, og landnýting almennt er í farvegi óreglu og ringulreiðar.  


mbl.is Starfshópur skipaður um repjurækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er óhultur.

Jarðarbúar skiptast nú í þrjá hópa; þá sem hafa fengið kórónaveiruna, þá sem eru í hættu á að fá hana og þá sem munu fá hana. 

Enginn er lengur óhultur fyrir því að fá veikina eins og listi yfir heilbrigðisráðherra og aðra ráðherra í ýmsum löndum sýnir. 

Viðspyrnan beinist nú að því um allan heim að sem fæstir fái þessa pest.  


mbl.is Skilgreina nánast allan heiminn sem „gult svæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband