Stór veikleiki kínverska ríkisins kom í ljós.

Víetnamstríðið var fyrsta stóra styrjöldin þar sem fréttaflutningur fjölmiðla gaf til kynna grimmd og vitfirringu stríðsins.  

Síðan þá hefur orðið bylting í miðlun á samfélagsmiðlum, einkum í formi notkunar snjallsíma. 

Alræðisstjórn kommúnista í Peking hélt að hægt væri að beita svipuðum kúgunaraðferðum og alræðið hafði boðið upp á fram að því og fært henni möguleika á að fá þjóðina með harðri hendi til að marséra í takt í átt til umbyltingar í efnahagsmálum.

En hún gleymdi hinni hliðinni á peningnum, hinu nýja gildi netsamskipta og snjallsíma. 

Myndskeið snjallsíma einstaklinga, sem lekið var á netið, sýndu allri heimsbyggðinni samstundis hryllinginn, skelfinguna og örvæntinguna í Wuhan á sama tíma og kínversk yfirvöld reyndu að beita fyrri kúgunaraðgerðum með handtökum á læknum og myndatökumönnum alþýðunnar, sem sumir hverjir hafa ekki enn fundist á lífi. 

En þrátt fyrir að þetta liggi fyrir er munur á því sem fyrir liggur í þessu efni og rannsóknir hafa staðfest og því, að saka Kínverja um að hafa vísvitandi fundið þessa veiru upp til þess að dreifa henni sem mest um alla heimsbyggðina. 

Um það gildir hið fornkveðna: "Hver hagnast?" Rómverjar: "Qui bono?" Bandaríkjamenn: "Follow the money." 

Uppgangur kínverska hagkerfisins hefur byggst á dæmalausum hagvexti vegna framleiðslu fyrir margfaldaðan markað alþjóðavæðingarinnar. Meðal annars með sprengingu í umfangi netverslunar. 

Það blasir við að fáar þjóðir muni fara eins illa út úr COVID-19 faraldrinum og Kínverjar. 

Ástæðan er einföld: Faraldurinn drepur niður alþjóða viðskipti og framleiðslu fyrir alþjóðlegan markað. 

Þótt netverslun fari fram á methraða, á við gerðan kaupsamning eftir að flytja vöruna um hnöttinn þveran. 

Lítið dæmi er þriggja mánaða bið eftir rafhjólum frá Kína, en Kínverjar hafa haft yfirburði í slíkri framleiðslu eins og á mörgum öðrðum tæknivæddum sviðum. 

Ásakanir Donalds Trump um að Kínverjar hafi búið veiruna til og unnið að útbreiðslu hennar til að koma í veg fyrir endurkjör Trumps eru því barnalegar, svo ekki sé meira sagt. 

En hann virðist miða allt við sig sjálfan og þetta endurkjör og hefur með því afhjúpað veikleika sinn í fyrstu viðbrögðum hans við veirunni í febrúar og fram í mars, sem er önnur hliðin á peningi, þar sem hin hliðin er styrkleikinn sem virðist fást við að frekjast sem mest i sína eigin þágu. 

Hann virðist upptekinn við þetta eitt og skoða allt í því ljósi; að hann verði kosinn en Joe Biden ekki. 

Það er ekki álitlegt. 


mbl.is „Mjög sterkar vísbendingar“ um uppruna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða út og suður, því miður, þrátt fyrir mikla samstöðu.

Þótt einstaklega góð en næsta óvenjuleg samstaða hafi ríkt í sóttvarnarmálum hér á landi, má sjá aldeilis kostulega umræðu á samfélagsmiðlum um að nánast allt, sem til dæmis var sagt á daglegum sóttvarnarfundi nú áðan með afar góðri og vandaðri þáttöku forseta landsins. 

Á samfélagsmiðlum má nefnilega sjá gerólíkar skoðanir, sem áberandi pistlahöfundar halda fram og byggjast á þeirri skoðun þeirra, að allur faraldurinn sé byggður á blekkingum vinstri manna, sem miði að því að blása upp rangar dánartölur sem hugsanlega verði afhjúpaðar á næstu mánuðum

 

Sem sagt: Eitthvert hroðalegasta alþjóðlega samsæri sögunnar. 

Fyrirmynd mátti að vísu sjá eftir Hrunið 2008, sem nokkrum árum síðar var talað niður með orðunum "svokallað hrun", en þessi umræða núnar kemur bæði fyrr og gengur enn lengra en umræðan um Hrunið. 

Þótt kannski sé gott að vona, að þessi samfellda umræða núna um að faraldurinn sé að mestu tilbúningur sé aðeins langdregin kaldhæðni eða djók, er ansi langt gengið.  

 


mbl.is Sumar breytinganna komnar til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt rafknúið farartæki: Tíu þúsund lítrum af olíu safnað á hverjum áratug.

Það er hægt að skoða ýmis atriði frá tveimur áttum. Dæmi um það er þegar eldsneytisknúið farartæki er lagt til hliðar og farartæki knúið rafmagni tekið til sömu nota í staðinn. Náttfari, Léttir og RAF

Segjum að þetta sé meðalstórt farartæki, bíll knúinn bensíni eða oliú og hefur eytt um átta lítrum af bensíni eða olíu á hverja hundrað ekna kílómetra, en það telst vera aðeins fyrir neðan meðallag í bílaflotanum. 

Og eknir eru 12500 kílómetrar á ári á þessum eina bíl Þá minnkar eldsneytisnotkunin samtals um 8 x 125 lítra á ári, en það eru 1000 lítrar á ári. 

Þúsund lítrar af olíu á ári eru óhreyfðir, eða tíu þúsund lítrar á áratug. 

Hvað verður um þessa þúsund lítra? Jú, eru geymdir í stað þess að þeim sé brennt. Tazzari í einkastæði

Verður hluti af bókstaflegum olíusjóði, olíu sem kynslóðir framtíðarinnar fá til varðveislu; eða brennslu ef sú yrði ákvörðunin einhvern tíma í framtíðinni. Varaafl, ef í harðbakkann slægi. 

Þetta atriði hafur þann kost fram yfir það atriði að spornað sé gegn loftslagsbreytingum, að vantrúarmenn geta stofnað til deilna um þær, en engan veginn til deilna um eðli þess að spara eldsneyti og geyma það í stað þess að sóa óendurnýjanlegri orku. 

Í stað bruðls með óendurnýjan orkugjafa verði til dæmis stefnt að því á heimsvísu að geyma helminginn af þeim forða hans á jörðinni, sem hægt væri að nýta, eins og nokkurs konar varasjóð eða neyðarsjóð fyrir ófæddar kynslóðir.Nissan Leaf 

Það má líka líta á bensínknúið léttbifhjól á líkan hátt, svo sem hjól með 125 cc hreyfli, sem eyðir aðeins um 2,2 lítrum á hundraðið. (Raunveruleg eyðsla síðuhafa í fjögur ár, miðað við íslenskar aðstæður) 

Það sparar tæppa sex lítra á hundraðið í ofangreindum útreikningi eða rúmlega 700 lítra á ári. 

Meðalfjöldi um borð í farartækjum í borgum er rúmlega einn maður, 1,1 til 1,2.

Hvert hjól getur tekið tvo.

Sparnaðurinn í rými hvað hjól og örbíla sést vel á myndunum með þessum pistli.  Léttir og Náttfari við útidyr.

Náttfari við Engimýri


mbl.is Olían er geymd í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband