Loksins góð bresk frétt varðandi COVID-19 lyf, en slæm frétt vestra.

Tvær ólíkar fregnir berast nú frá útlöndum varðandi lyf, sem geta haft áhrif á COVID-19 sjúklinga. 

Annars vegar frétt frá Bretlandi, þar sem steralyfið dexamethasone er eftir marktækar tilraunir talið geta gert afstýrt dauða mjög veikra sjúklinga, en hins vegar sú frétt frá Bandaríkjunum, að bandaríska matvælaeftirlitsstofnunin hafi bannað lyfið hydroxyclorokin bannað þar í landi, vegna þess að það hafi að mestu leyti haft slæm áhrif. 

Bæði lyfin hafa átt það sameiginlegt, að vera eingöngu vonarstjörnur varðandi dauðveika sjúklinga. 

Donald Trump batt upphaflega vonir við síðarnefnda lyfið og kvaðst jafnvel hafa tekið það inn. 

Þótt nú sé komið bakslag í gengi þess lyfs, er heildarfréttin góð, nytsamlegt lyf sem getur fækkað dauðsföllum að einhverju leyti.  


mbl.is Nýtt lyf dregur úr dánarlíkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áberandi flöskuháls. Útskiptanlegar rafhlöður - koma svo!

Í hringveginum einum eru ekki færri en 32 bensínstöðvar. Það tekkur varla nema 2-5 mínútur að fylla á hvern bíl og þessi afkastageta hefur verið lykillinn að nothæfni þessa orkugjafa. 

Í sjónvarpsþættti á Hringbraut fór Finnur Thorlacius í reybsluferð á Þudi rafbíl frá Reykjavík til Akureyrar.

Síðuhafi sá ekki þáttinn en hefur frétt lauslega af efni hans, svohljóðandi:  

Hann ók á um það bil 85-90 km hraða og stansaði á leiðinni til að  fá sér pylsu og bæta sem svaraði rúmlega 60 kílómetra aukadrægi til að komast alla leið. DSC08862

En á Akureyri kom í ljós, að afkastageta hraðhleðslustöðvarinnar þar var það léleg, að úr varð alaveg óþörf töf. 

Í reynsluferðum á rafhjólinu Super Soco Cux í síðustu vikuu hefur komið í ljós, að ef á boðstólum væru útskiptanlegar rafhlöður á þessari leið á níu stððum, svipað kerfi og er til dæmis á Pævan, væri hægt að fara á slíku hjóli, sem gengur fyrir útskiptanlegum rafhlöðum á um það bil sjö klukkustundum milli Reykjavíkur og Akureyrar fyrir - já - athugið það 350 krónur í orkukostnað hvora leið. 

Endurtek 350 krónur í orkukostnað hvora leið, 700 krónur í orkukostnað báðar leiðir. Fiat Centivento

Fiat verksmiðjurnar hafa sýnt rafbílinn Fiat Centivento, sem byggir á kerfi útskiptanlegra rafhlaðna. Fimm mínútur tekur að skipta þeim út. Drægi bílsins getur orðið meira en 400 kílómetrar.  Það er heilmikið að gerast í þessum málum. 

Orkuskipti - útskipti - koma svo!

Um síðustu helgi var prófað að fara á Honda PCX 125 cc vespulaga hjóli af svipaðri stærð og Super Soco Cux í skreppferð frá Reykjavík til Blðönduóss og til baka aftur. 

Farið af stað klukkan hálf tólf, rekin erindi nyrðra milli klukkan hálf þrjú og sex og skutlast suður til baka. Þjóðvegahraði, allt að 90 km/klst. 

Alls tæplega 500 kílómetrar. DSC08898

Fyrir hreina tilviljun varð úr samflot við mann, sem ók svipuðu vespuhjóli frá Akureyrir til Reykjavíkur þetta laugardagssíðdegi. 

Orkukostnaður um 2000 krónur þá leið. 2500 krónu orkukaup fyrir leiðina Reykjavík-Blönduós-Reykjavík. 

Orkunýtni - koma svo!


mbl.is Tíu nýjar hraðhleðslustöðvar loks væntanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður "farsi" hjá okkur eins og hjá Dönum? Við ráðum því sjálf.

Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur í ljósi stöðu sinnar og yfirvegunar reynt að nýta þekkingu sína á sínu sérsviði til að móta þær reglur og takmarkanir sem eru í gildi vegna COVID-19 breyta þeim, ef það er óhætt. 

Eina reglu hefur hann þó gert að þeirri einu, sem hann ítrekar sífellt að sé sú besta og gefi bestan árangur; 2ja metra reglan, sem ágætt er að nefna sem stystu nafni; nándarregluna. 

Í Danmörku er bent á það sem farsa þegar stjórnmálamenn séu að þusa um atriði eins og það hve lengi brúðkaupsveislur megi standa, en auðvitað skiptir lengd samkomunnar litlu máli ef nándarreglan er þverbrotin allan tíma. 

Nú má sjá vaxandi merki um kæruleysi hér heima fari vaxandi. Í íþróttafréttum í sjónvarpinu í kvöld voru gamlir taktar teknir upp við að fagna mörkum. 

Sjá má farið að ráðum Þórólfs í kirkjum og samkomusölum, en síðan eins og öllu sé gleymt í kaffinu á eftir.  

Það er alltof mikið í húfi til þess að slakað sé um of á í þessum efnum, því að það getur orðið tugmilljarða virði að hafa stjórn á útbreiðslu veirunnar . 

Og það má ekki verða "farsi" hjá okkur eins og hjá Dönum.  


mbl.is Opnun Danmerkur „að breytast í farsa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband