Svisslendingarnir, sem voru langt á undan með rafhlaupahjólin.

Hraðar framfarir í gerð rafknúinna farartækja hafa orðið undanfarin ár, og hugmyndaauðgin er mikil sem og stærðir, umfang og útfærslur. Microlino 2020

Það sýnir til dæmis myndin af rauða bílnum hér við hliðina, sem stendur þversum í rúmlega 1,8 metra bili, sem hluti af bílastæði.

Dyrnar á bílnum snúa inn að gangstéttinni og bíllinn heitir Microlino

Fyrir fjórum árum var greint frá því á þessari bloggsíðu að tveir Svisslendingar stæðu í því að útbreiða notkun á rafhlaupahjólum og jafnframt tveggja manna rafbílnum Microlino, sem hægt er að leggja þremur saman í eitt bílastæði. Gengið er inn og út úr þessum bíl í gegnum dyr á framenda hans, og hurðarhleri er á afturenda hans, en engar dyr á hliðunum. 

new-microlino-views

Á myndum af notkun bílsins var sýnt hvernig samanbrjótanleg rafhlaupahjól þeirra kæmust fyrir inn í hinum litla Microlinu, sem nær 90 km harða og fer allt að 100 km á hleðslunni. 

Það er fyrst nú, sem rafhlaupahjólin eru að slá í gegn, og Microlino er sagður handan við hornið, nokkuð breyttur ásamt alveg nýrri hugmynd, Microletta, sem er þriggja hjóla rafhjól. microletta-red-black-001

Tvö þeirra voru fraumsýnd nýlega með nýjasta Microlinu, og er mynd af þessum tveimur hjólum hér við hliðina á síðunni. 

Það er hægt að halla þeim sitt á hvað í beygjum eins og rafhjólum, en þegar þau stöðvast, læsast framhjólin svo að þau standa stöðug.  


mbl.is Bjarni: Rafmagnshlaupahjól ótrúlega mikil breyting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk ekki náð fyrir augum Loftslagssjóðs?

Mörgum jafnöldrum Jóns Hjaltalíns Magnússonar er enn í fersku minni snilld hans sem handboltamanns á sjöunda og áttunda áratugnum. 

Því miður var hraði handbolta ekki mældur á þeim tíma, en svo skotfastur var Jón sagður vera í sænsku úrvalsdeildinni, að sænski landsliðsmarkmaður hefði þurft að fara allur blár og marinn á spítala eftir skothríð Jóns. 

Í sjónvarpsfrétt um daginn var rætt við Jón um álið, sem hann væri að framleiða í gegnum fyrirtækið Arctus Metals og gæti minnkað losun CO2 um þriðjung í álframleiðslunni. 

Ef rétt er munað greindi Jón frá því að hann hefði sótt um styrk til Loftslagssjóðs fyrir verkefnið, en þeim sjóði er ætlað að leggja lið hverskyns frumkvöðlastarfsemi, sem gæti flýtt fyrir minnkun losunar CO2. 

Svarið var nei, og var svo að heyra að matsnefndinni hefði ekki þótt Jón kominn nógu langt með verkefnið. 

Það var sérkennilegt, því að hlutverk sjóðsins er að styðja slík verkefni á þann veg að endanlegur árangur náist sem fyrst. 

Orðalagið kom síðuhafa svo sem ekkert mikið á óvart, því að svipaðar aðstæður voru varðandi verkefni, sem hann sótti um. 

Forráðamönnum sjóðsins er að vísu vorkunn, því að umsóknirnar voru svo margar og fjárfrekar í heild, að aðeins var hægt að leggja litlu broti þeirra lið.  


mbl.is Gæti minnkað losun CO2 um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband