Svisslendingarnir, sem voru langt á undan með rafhlaupahjólin.

Hraðar framfarir í gerð rafknúinna farartækja hafa orðið undanfarin ár, og hugmyndaauðgin er mikil sem og stærðir, umfang og útfærslur. Microlino 2020

Það sýnir til dæmis myndin af rauða bílnum hér við hliðina, sem stendur þversum í rúmlega 1,8 metra bili, sem hluti af bílastæði.

Dyrnar á bílnum snúa inn að gangstéttinni og bíllinn heitir Microlino

Fyrir fjórum árum var greint frá því á þessari bloggsíðu að tveir Svisslendingar stæðu í því að útbreiða notkun á rafhlaupahjólum og jafnframt tveggja manna rafbílnum Microlino, sem hægt er að leggja þremur saman í eitt bílastæði. Gengið er inn og út úr þessum bíl í gegnum dyr á framenda hans, og hurðarhleri er á afturenda hans, en engar dyr á hliðunum. 

new-microlino-views

Á myndum af notkun bílsins var sýnt hvernig samanbrjótanleg rafhlaupahjól þeirra kæmust fyrir inn í hinum litla Microlinu, sem nær 90 km harða og fer allt að 100 km á hleðslunni. 

Það er fyrst nú, sem rafhlaupahjólin eru að slá í gegn, og Microlino er sagður handan við hornið, nokkuð breyttur ásamt alveg nýrri hugmynd, Microletta, sem er þriggja hjóla rafhjól. microletta-red-black-001

Tvö þeirra voru fraumsýnd nýlega með nýjasta Microlinu, og er mynd af þessum tveimur hjólum hér við hliðina á síðunni. 

Það er hægt að halla þeim sitt á hvað í beygjum eins og rafhjólum, en þegar þau stöðvast, læsast framhjólin svo að þau standa stöðug.  


mbl.is Bjarni: Rafmagnshlaupahjól ótrúlega mikil breyting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Lítil farartæki, svipuð þessum, og einnig ýmsar gerðir lítilla mótorhjóla, t.d. vespur, voru mjög algeng á götum Þýskalands á 6. áratug síðustu aldar, þó reyndar ekki rafknúin. En með vaxandi velmegun hurfu þau og "alvöru" bifreiðar fylltu götunar.

Fyrir nokkrum áratugum voru allar götur í Kína fullar af fólki á reiðhjólum, hvernig líta sömu götur út nú?

Hörður Þormar, 23.6.2020 kl. 22:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Microlino er stæling á BMW Isetta örbílnum, sem var vinsæll frá 1954 fram yfir 1960. Microlino er með fjölda kosta fram yfir rafknúna keppinauta á borð við Tazzari Zero og Renault Twisy, en á hinn eina stóra ókost hans er aldrei minnst: Tær þeirra tveggja manneskja, sem sitja í bílnum, eru aðeins um 10 sentimetra frá framendanum og hvorki mjör þröskuldurinn veita sárlega litla höggvörn í árekstri framan frá. 

Meira að segja venjulegt vespulaga hjól eins og þriggja hjóla Microlettan er með meiri höggvörn fyrir framan tærnar. 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2020 kl. 23:08

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Money talks:

12'000 €

base price

 

513kg

kerb weight

 

125 | 200km

two battery options

 

90km/h

max. speed

 

Halldór Jónsson, 24.6.2020 kl. 11:49

4 Smámynd: Halldór Jónsson

2 millur?

Halldór Jónsson, 24.6.2020 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband