Fékk ekki náð fyrir augum Loftslagssjóðs?

Mörgum jafnöldrum Jóns Hjaltalíns Magnússonar er enn í fersku minni snilld hans sem handboltamanns á sjöunda og áttunda áratugnum. 

Því miður var hraði handbolta ekki mældur á þeim tíma, en svo skotfastur var Jón sagður vera í sænsku úrvalsdeildinni, að sænski landsliðsmarkmaður hefði þurft að fara allur blár og marinn á spítala eftir skothríð Jóns. 

Í sjónvarpsfrétt um daginn var rætt við Jón um álið, sem hann væri að framleiða í gegnum fyrirtækið Arctus Metals og gæti minnkað losun CO2 um þriðjung í álframleiðslunni. 

Ef rétt er munað greindi Jón frá því að hann hefði sótt um styrk til Loftslagssjóðs fyrir verkefnið, en þeim sjóði er ætlað að leggja lið hverskyns frumkvöðlastarfsemi, sem gæti flýtt fyrir minnkun losunar CO2. 

Svarið var nei, og var svo að heyra að matsnefndinni hefði ekki þótt Jón kominn nógu langt með verkefnið. 

Það var sérkennilegt, því að hlutverk sjóðsins er að styðja slík verkefni á þann veg að endanlegur árangur náist sem fyrst. 

Orðalagið kom síðuhafa svo sem ekkert mikið á óvart, því að svipaðar aðstæður voru varðandi verkefni, sem hann sótti um. 

Forráðamönnum sjóðsins er að vísu vorkunn, því að umsóknirnar voru svo margar og fjárfrekar í heild, að aðeins var hægt að leggja litlu broti þeirra lið.  


mbl.is Gæti minnkað losun CO2 um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband