9.7.2020 | 18:27
Minnir dálítið á Covid-19 umræðuna í Bandaríkjunum á tímabili.
Á örlagaríkum vikum í ferli kórónaveirunnar í Bandaríkjunum sagði Donald Trump að það gæti orðið allt of dýrt fyrir þjóðfélagið og efnahagslífið í heild að grípa til varnarráðstafana gegn veirunni. Ástandið væri líka svo gott; varla veiru að sjá, að Bandaríkin myndu í krafti sinna frábæru sóttvarna sleppa alveg við faraldurinnn.
Í ljós kom því miður, að þetta ofmat byggðist á fáránlega fáum skimunum og Bandaríkin súpa enn seyðið af þeirri stefnu sem var tekin á örlagaríkum vikum í febrúar og fram í mars.
Þórólfur Guðnason kvað sjálfur í kútinn á rökstuddan hátt í sjónvarpinu í dag þá fullyrðingu að kostnaðurinn vegna skimana næmi milljörðum króna, og að það yrði að spara þessa fjallháu fjármuni. Upphæðin, sem nefnd væri, væri einfaldlega kolröng og tekin úr samhengi.
Kári Stefánsson styður líka rökum þá niðurstöðu sína, að kostnaðurinn við að missa tök á stöðunni við það að senda þyrfti þúsundir manna í sóttkví, ef illa færi, yrði meiri en kostnaðurinn við skimanirnar.
![]() |
Röksemdir læknanna vegi ekki þungt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2020 | 00:27
"Ja-ja ding dong"; lag, sem gæti dreift huga sjúklinga?
Svo vildi til í kvöld, að ég las frétt á mbl.is um hjúkrunarfræðing í Santiago í Chile sem dreifir huga sjúklinga með fiðluspili, en heyrði jafnframt í kvöld í fyrsta sinn lag úr Eurovision- Húsavíkurmyndinni, sem gæti búið yfir möguleikum til að verða enn hentugra til að dreifa huga íslenskra sjúklinga en erlendra ef enski textinn yrði þýddur lauslega en gengið enn lengra í leik að rímorðum en gert er í enska textanum.
Því að ekki verður betur séð en að höfundur enska textans hafi yfirsést fjöldi möguleika til hressandi ríms á móti setningunni "Ja-ja ding dong." Svona gæti íslenskur texti hljómað:
JA-JA DING DONG.
Er ég horfi´í augu þín
og allt er okkur í hag.
Ég dáist að þér, ástin mín
hvern dag, hvern dag.
Ja-ja, ding dong,
mín ást á þér er eins og smass! Ping-pong!
Ja-ja, ding dong.
Og mig ég þen eins og massaður King-kong!
Ja-ja, ding dong.
Koma svo! Syngjum ástar-singalong!
Ja-ja, ding dong.
Er við föðmumst slær mitt hjarta: Ding ding dong!
![]() |
Dreifir huga sjúklinga með tónlist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)