"Ja-ja ding dong"; lag, sem gæti dreift huga sjúklinga?

Svo vildi til í kvöld, að ég las frétt á mbl.is um hjúkrunarfræðing í Santiago í Chile sem dreifir huga sjúklinga með fiðluspili,  en heyrði jafnframt í kvöld í fyrsta sinn lag úr Eurovision- Húsavíkurmyndinni, sem gæti búið yfir möguleikum til að verða enn hentugra til að dreifa huga íslenskra sjúklinga en erlendra ef enski textinn yrði þýddur lauslega en gengið enn lengra í leik að rímorðum en gert er í enska textanum.

Því að ekki verður betur séð en að höfundur enska textans hafi yfirsést fjöldi möguleika til hressandi ríms á móti setningunni "Ja-ja ding dong." Svona gæti íslenskur texti hljómað: 

 

JA-JA DING DONG. 

 

Er ég horfi´í augu þín

og allt er okkur í hag. 

Ég dáist að þér, ástin mín

hvern dag, hvern dag. 

 

Ja-ja, ding dong, 

mín ást á þér er eins og smass! Ping-pong! 

Ja-ja, ding dong. 

Og mig ég þen eins og massaður King-kong! 

 

Ja-ja, ding dong. 

Koma svo! Syngjum ástar-singalong! 

Ja-ja, ding dong. 

Er við föðmumst slær mitt hjarta: Ding ding dong!  


mbl.is Dreifir huga sjúklinga með tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband