Dekkin; eina snerting ökutækja við jörðina. Er hægt að elska hjólbarða?

Hér er texti auglýsingar, sem hlaut verðlaun á árlegri hátíð auglýsingastofa fyrir nokkrum árum. Hann felst í samtali, sem er svona: 

"Er hægt að elska hjólbarða?"

"Nei."

"Jú!"

"Ha?"

"Jú, ef hann hefur bjargað lífi þínu." 

"Já, þú meinar."

 

Mynstrið, lögunin, þrýstingurinn, mýktin og aldurinn eru meðal atriða, sem láta ekki mikið yfir sér, en komu vel í ljós í Silverstone kappakstrinum. 

Þar voru það mýktin og aldurinn (slitið) sem skiptu mestu máli auk flókinnar úrvinnslu, sem af því leiddi. Mýktin skóp að vísu líklega aðeins betra grip á meðal mjúku dekki en hörðu, en á móti kom tímatap vegna slitsins.  

Strax fyrir tæpri hálfri öld var svo komið málum í Monte Carlo rallinu og HM, að þeir bestu urðu að hafa allt að þúsund dekk meðferðis á vegum viðkomandi umboðs eða kostunaraðila, til þess að skipta eftir hverja sérleið og spila á mismunandi hjólbarðagerðir í hverri skiptingu.

Fyrstu árin í rallinu ók síðuhafi á sóluðum dekkjum til að spara peninga og geta skipt oftar. 

En þegar farið var að kanna málið nánar, kom sú staðreynd upp, að með því að skipta yfir á bestu gerð Michelin hjólbarða, gæti það gefið ca eina sekúndu í plús á hvern ekinn kílómetra. 

Það sýndist ekki skipta máli við fyrstu sýn, en þegar það var skoðað, að sérleiðir lengsta rallsins voru allt að 700 kílometra, var ágóðinn 700 sekúndur, eða meira en ellefu mínútur! 

Reynslan sýndi líka, að flestir gerðu þau mistök að byrja á röngum stað við að endurbæta bílinn og gera hann öflugri.

Byrjuðu á vélinni, tóku því næst gírkassann og þar á eftir drifin stýrið og hemlana og enduðu á dekkjunum. 

En þetta er hins vegar öfugt: Byrja á dekkjunum, því næst á stýrinu, drifunum og gírkassanum og enda á dekkjunum. 

Ástæðan blasir við:  Ef vélin er gerð miklu kraftmeiri, aukast líkurnar á því að driflínan þoli ekki hið aukna álag, auk þess sem betra stýri, gírhlutföll og dekk auka til muna nýtinguna á vélaraflinu, hvort sem það er mikið eða lítið.  

Aðeins það eitt að hafa dekkin fremst á listanum, og setja sterkari gírkassa með betri gírhlutföllum í bílinn skapar bæði öryggi og betri árangur. 

 

 

 


mbl.is Velheppnuð herfræði Verstappen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skyldudjammið" ber nafn með rentu.

"Skyldudjamm" er sjálfsprottið heiti yfir fyrirbærið, sem er fyrsta frétt þessa sunnudags fyrir það að hafa orðið til þess að það var regla frekar en unantekning að sóttvarnarreglur væru þverbrotnar. 

Kári Stefánsson hefur dregið upp einfalda mynd af hagsmununum, sem eru í húfi varðandi heimsfaraldurinn hér á landi. Þeir eru núna í meginatriðum að hans mati hagsmunir ferðaþjónustunnar andspænis hagsmunum mennta- og menningarlífs. 

Það er ekki alveg einföld mynd, því að ef slegið verður of slöku við varnir gegn veirunni, mun ferðamannastraumurinn inn í landið detta niður af sjálfu sér vegna takmarkana í útlöndum gagnvart Íslandi.  

Og nú hefur; og þótt fyrr hefði verið; verið varpað ljósi á veikan punkt í meira lagi; skyldudjammið, sem felst í því að fá sér í glas og "skemmta sér" í þéttum hópi í þröngum húsakynnum eða jafnvel þrengslum utan dyra. 

Fyrir rúmri viku kvartaði veitingamaður sáran yfir þeim takmörkunum yfir þeim reglum sem nú gilda og bar fyrir sig, að ekkert smit hefði verið rakið til veitinga- og skemmtistaða. 

Það var afar einfeldningsleg afsökun, því að það líða allt að tvær vikur frá því að fólk smitist þar til veikin kemur fram. 

Enda liðu ekki nema nokkrir dagar þar til fyrstu smitin komu fram á veitingastöðum. 

Tvær tilvitnanir frá fyrri tíð segja mikið. 

Emilíana Torrini er spurð, hvað henni finnist um jólin sem fyrirbæri og hún svarar: 

"Þau eru ómissandi, því að þá fær maður smá frí frá skyldudjamminu." 

Og Gunnar Björnsson, sonur eins þekktasta danshjómlistarmanns þjóðarinnar, er spurður hvað honum finnist best að gera. Hann svarar: 

"Að sitja með góða bók og hlusta á góða tónlist." 

Hann er spurður, hvað honum finnist verst, og svarið er: 

"Að fara niður í bæ til að "skemmta mér".

 


mbl.is 15 af 24 veitinga- og skemmtistöðum brutu reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel heppnaður sjónvarpsþáttur Hinsegin daga.

Hátíðardagsrká Hinsegin daga í sjónvarpinu í kvöld var einstaklega vel heppnaður, hátíðlegur, hófstilltur, hugljúfur og vandaður.  

Sóttvarnarfeðgarnir skópu eftirminnilegan hápunkt dagskrárinnar, og athygli vakti, hvað tónlistin var vel útsett og spiluð.   

Þetta verður í minnum haft. 


mbl.is Feðgarnir Þórólfur og Hafsteinn tóku lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband