6.10.2021 | 17:14
Einn maður, ein hugmynd, eitt verðmætasta fyrirtæki íslenskrar sögu.
Latibær eða Lazytown var upphaflega ein hugnynd hjá einum manni, sem óx og dafnaði upp í það að verða verðmætasta vörumerki Íslands.
Hugmyndin gekk ekki út á það að framleiða hráefni eða varning, sem mældur væri í tonnum og það framleiddi heldur ekki orku eða söluvörur, sem gáfu af sér orkugjafa.
Nei, allt og sumt sem þurfti var frjótt hugvit og líkamlegt atgervi framleiðandans, Magnúsar Schevings.
Enn í dag eimir eftir af þeim hugsunarhætti að þeir sem starfa við listir eða svonefndar skapandi greinar séu afætur á þjóðfélaginu.
Þegar slíkt fólk er spurt hvað það hafi fyrir stafni og svarar því skilmerkilega, kemur ótrúlega oft önnur önnur spurning í kjölfarið, næsta dæmigerð: Já, einmitt það, en við hvað vinnurðu?
![]() |
Réttindin flutt út og Latabæ slitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2021 | 08:37
"Virkja! Virkja! Virkja!" Af hverju? Vegna rányrkju.
Af hverju stendur HS Orka í örvæntingarfullri söfnun vatnsaflsvirkjanakosta um allt land?
Af hverju stóð ónotuð túrbína í Reykjanesvirkjun árum saman?
Af hverju lækkaði land svo á virkjunarsvæðinu að sjór fór að flæða inn á stundina vestan við Grindavík?
Af hverju er búið að fá framkvæmdaleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Eldvörpum, sem er þó með sama gufuaflsrými og Svartsengi þannig að það mun þýða flýtingu á því að orkan verði uppurin?
Og af hverju er það fyrsta sem þeim hjá HS Orku dettur í hug að reisa virkjun í Geldingadölum og fórna þar möguleikum til þess að laða að ferðamenn til að skoða nýmynduð náttúruverðmæti?
Svarið er einfalt. Á þessu gufuaflssvæði er stunduð af kappi starfsemi sem nefnd er "ágeng" gufuöflun, dælt upp miklu meiri orku en svæðið stendur undir.
Afleiðigin hefur þegar orðið aflminnkun sem felur í sér stórfellda rányrkju á gufuaflinu.
Nú þegar eru landeigendur byrjaðir að ráðast á hið volga nýrunna hraun með stórvirkum vélum til óafturkræfra umhverfisspjalla, þótt sú vegagerð hafi verið stöðvuð í bili.
![]() |
Það þarf einfaldlega að virkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)