"Virkja! Virkja! Virkja!" Af hverju? Vegna rányrkju.

Af hverju stendur HS Orka í örvæntingarfullri söfnun vatnsaflsvirkjanakosta um allt land?

Af hverju stóð ónotuð túrbína í Reykjanesvirkjun árum saman? 

Af hverju lækkaði land svo á virkjunarsvæðinu að sjór fór að flæða inn á stundina vestan við Grindavík?  

Af hverju er búið að fá framkvæmdaleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Eldvörpum, sem er þó með sama gufuaflsrými og Svartsengi þannig að það mun þýða flýtingu á því að orkan verði uppurin?

Og af hverju er það fyrsta sem þeim hjá HS Orku dettur í hug að reisa virkjun í Geldingadölum og fórna þar möguleikum til þess að laða að ferðamenn til að skoða nýmynduð náttúruverðmæti?

Svarið er einfalt. Á þessu gufuaflssvæði er stunduð af kappi starfsemi sem nefnd er "ágeng" gufuöflun, dælt upp miklu meiri orku en svæðið stendur undir. 

Afleiðigin hefur þegar orðið aflminnkun sem felur í sér stórfellda rányrkju á gufuaflinu. 

Nú þegar eru landeigendur byrjaðir að ráðast á hið volga nýrunna hraun með stórvirkum vélum til óafturkræfra umhverfisspjalla, þótt sú vegagerð hafi verið stöðvuð í bili. 


mbl.is „Það þarf einfaldlega að virkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar þykist þú  ekki vera náttúruverndarsinni?  Með því að virkja meira og stuðla þannig að því að losun minnki, erum við að leggja okkar að mörkum við að stuðla að orkuskiptunum og þar með að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ "UMHVERFISSINNAR" FARI AÐ VAKNA OG SJÁ ALLA MYNDINA.................

Jóhann Elíasson, 6.10.2021 kl. 09:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandaríkjamenn eiga mesta orkubúnt Norður- Ameríku fólgið í gufuaflinu í Yellowstone, meiri orku en samanlagt jarðvarmaafl annars staðar í álfunni. 

Þar í landi sjá menn alla myndina og halda sig við þá ákvörðun að aldrei verði virkjaður svo mikið sem einn hver af tíu þúsund hverum þjóðgarðsins. "Yellowstone er heilög vé", segja Bandaríkjamenn.

Þú og þín skoðanasystkin haldið því fram að að okkur Íslendingum beri skylda til að virkja öll náttúruverðmæti Íslands. 

Hinn eldvirki hluti Íslands felur í sér mun meiri náttúruverðmæti en Yellowstone, og þegar horft er á alla myndina vilt þú, að við hjálpum Bamdaríkjamönnum til að varðveita sín heilögu vé með því að fórna mun stærri verðmætum í okkar landi.  

Ómar Ragnarsson, 6.10.2021 kl. 17:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar þarna kemur fram enn ein öfgaskoðunin þín og þinna líkra, það er mikill munur á skynsamlegri nýtingu og að ætla sér að virkja allt eins og verður sjálfsagt gert þegar ESB hirðir ALLAR orkuauðlindir landsins eins og stefnir í...

Jóhann Elíasson, 9.10.2021 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband