Er stærsti íshellir landsins meira en 40 kílómetra langur?

Hinn stóri og glæsilegi íshellir sem fundist hefur í Langjökli minnir á það, að þótt fjöldi íshella í jöklum landsins hafi verið þekktir síðustu áratugi eru þeir líklega aðeins lítill hluti af þeim, sem þessar miklu ísbreiður Íslands geyma. 

Á sínum tíma var Birgir Brynjólfsson jöklabílstjóri, sem yfirleitt var kallaður "Fjalli" vegna viðurnefnis síns "Fjalla Eyvindur", mikill áhugamaður um íshella, og sýndi nokkra þeirra í sjónvarpsmyndum fyrir tæpum aldarfjórðungi. 

Við munna eins þeirra var hann spurður um ófundna hella, sem hugsanlega tækju fram þeim óviðjafnanlegu ishellum, sem hann hefði komið í, sagðist hann hafa veikan draum um þann lengsta og stærsta, en yrði að láta drauminn nægja. 

"Íshellirinn, sem Skaiðarárhlaupin koma í gegnum frá Grímsvötnum og æða undir Skeiðarárjökli út undan jöklinum og til sjávar, hlýtur að vera sá lengsti á landinu," sagði Fjalli. "Kannski hátt í 50 kílómetra langur." 

"Ef það væri tæknilega mögulegt að komast inn í hann á milli hlaupa væri gaman að gera það" sagði Fjalli með glettnislegan glampa í augunum.

   


mbl.is Fundu risastóran íshelli í Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógninni breytt í aðdráttarafl og tekjulind.

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal er gott dæmi um það, hvernig nýta má sköpunaraflið, sem bjó til Ísland en býr jafnframt yfir einni mestu ógninni.  

Slíkt má finna víða hér á landi og Nýskðpunarverðlaun ferðaþjónustunnar oog árangurinn sem náðst hefur í Vík sýna, hvernig gjöfult hugvit getur moðað úr furðu mörgum möguleikum á miklum fjárhagslegum ávinningi.  


mbl.is Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband