Er eðlilegt að vaxandi hætta fylgi því að fara á bráðamóttöku?

Einfalda myndin af því umhverfi, sem við lifum í hvað varðar hættu, til dæmis í umferðinni, er sú að hætta fylgi ferðum gangandi og akandi fólks, en ef út af bregði, sé hinum slösuðu "forðað hættum frá" svo vitnað sé í gamlan leik á götunni,  

En nú er svo að sjá, að sjúklingum sé stefnt í hættu og það jafnvel vaxandi hættu með því að þeir komist inn á bráðamótttöku. 

Að mati samtaka sem ættu að vita hvað þau segja, Sjúkraliðafélags Íslands, er "sjúklingum stefnt í hættu" á þessum griðastað, sem móttakan á að vera. 

Áður hafa kynni síðuhafa í gegnum tíðaina af bráðamóttökunni verið rakin hér á síðunni, þar sem við hefur blasað í öll skiptin, að vegna allt of mikils álags hefur hið góða starfsfólk þar orðið að þola afleiðingar óboðlegra aðstæðna af völdum aðgerðaleysis við að bæta úr þessu. 

Í ferilskrá síðuhafa er meðal annars þetta: "Keyrður niður á rafreiðhjóli á hjólastíg af sólblinduðum bílstjóra, lemstraður á sex stöðum m.a. á ökkla, - gekk á brotnum ökklanum í sex vikur þar til brotið greindist og var þá settur í gips."  

Þetta atvik gerðist á tíma þar sem augljóst var að starfsálagið á deildinni var allt of mikið og skapaði aukna hættu fyrir sjúklinga. 


mbl.is Segja sjúklingum stefnt í hættu á bráðamóttökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt margra dæma um það að covid sé gjörólík svinaflensunni?

Fimm milljónir manna hafa nú látist af kórónuveikinni COVID-19 en samt sást því haldið fram á dögunum, að gangur svínaflensunnar hér um árið sýndi að engin ástæða væri fyrir því að viðhalda núverandi sóttvarnaraðgerðum hér, heldur bæri að aflétta þeim. 

Sóttvarnarlæknir hefur hins vegar gerólíka sýn á málið í ljósi reynslunnar af þessum tveimur sjúkdómum, sem hann segir bera þess vitni, að um tvo ósambærilega sjúkdóma sé að ræða hvað snertir eiginleika, meðferð og afleiðingar.

Reynala Sigga Gunnars, Jóns Ársæls og margra fleiri af covid eru tvö af ótal dæmum um illvíga eignleika farsóttarinnar, sem hefur sett mannkynið á hliðina á árunum 2020 og 2021.  

Þegar þessi mjög svo misvísandi ummæli ráðherrans og sóttvarnarlæknisins eru skoðuð, vaknar spurningin hvort meira mark beri að taka á sóttvarnarlækninum eða stjórnmálamanninum. 


mbl.is Siggi Gunnars: „Ég hef aldrei orðið svona lasinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband