Er eðlilegt að vaxandi hætta fylgi því að fara á bráðamóttöku?

Einfalda myndin af því umhverfi, sem við lifum í hvað varðar hættu, til dæmis í umferðinni, er sú að hætta fylgi ferðum gangandi og akandi fólks, en ef út af bregði, sé hinum slösuðu "forðað hættum frá" svo vitnað sé í gamlan leik á götunni,  

En nú er svo að sjá, að sjúklingum sé stefnt í hættu og það jafnvel vaxandi hættu með því að þeir komist inn á bráðamótttöku. 

Að mati samtaka sem ættu að vita hvað þau segja, Sjúkraliðafélags Íslands, er "sjúklingum stefnt í hættu" á þessum griðastað, sem móttakan á að vera. 

Áður hafa kynni síðuhafa í gegnum tíðaina af bráðamóttökunni verið rakin hér á síðunni, þar sem við hefur blasað í öll skiptin, að vegna allt of mikils álags hefur hið góða starfsfólk þar orðið að þola afleiðingar óboðlegra aðstæðna af völdum aðgerðaleysis við að bæta úr þessu. 

Í ferilskrá síðuhafa er meðal annars þetta: "Keyrður niður á rafreiðhjóli á hjólastíg af sólblinduðum bílstjóra, lemstraður á sex stöðum m.a. á ökkla, - gekk á brotnum ökklanum í sex vikur þar til brotið greindist og var þá settur í gips."  

Þetta atvik gerðist á tíma þar sem augljóst var að starfsálagið á deildinni var allt of mikið og skapaði aukna hættu fyrir sjúklinga. 


mbl.is Segja sjúklingum stefnt í hættu á bráðamóttökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband