Murphy bíður og endurtalningin er skásti kosturinn.

Strax í upphafi hins endemis talningamáls í Norðvesturkjördæmi blöstu við nokkrir kostir í því máli, sem allir voru slæmir, því að lögmál Murphys kveður meðal annars á um það að ef möguleiki sé á hinum verstu mistöku muni þau fyrr eða síðar verða. 

Hér á síðunni var frá upphafi gert ráð fyrir því að sá skásti af mörgum slæmum væri að láta tölurnar og niðurstöðurnar úr endurtalningunni standa. 

Murphys lögmálið hafði lett fram verst mögulegu stöðu í því formi, að hvað sem gert yrði, yrðu afleiðingarnar verstar og langvinnastar í einhverju öðru formi. 

Enginn veit hvað kemur út í endurkosningu og hún ein gæti orðið til þess að hrinda af stað stórri og langvinnri endurkosningabylgju um allt land.  


Ameríkusnobbið teygt upp í lengstu hátíð ársins, fimm Black Friday í röð?

Maður hélt nú að Ameríkusnobbið sem falist hefur í því að hafa tvo ameríska hátíðisdaga í hávegum hér á landi, Black Friday og Cyber Monday, í tilefni af atburði á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur öldum, sem kom okkur Íslendingum ekkert við, væri búið að ná hámarki. 

En nú er hafið harðsnúin auglýsingaherferð hjá hópi kaupahéðna þar sem því er lýst yfir að á sviði verslunar sé gengin í garð lengsta og mesta hátíðin hér á landi, fimm Black Friday í röð! 

Og hátíðin verður sem fyrr teygð fram á næsta mánudag, Cyber Mondday og dagarnir alls sex. 

Minna má það nú ekki vera¨!


Bloggfærslur 22. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband