Fljúgandi bíll var þegar smíðaður og honum ekið og flogið fyrir sjötíu árum.

Eftir stríðslok 1945 varð gríðarleg uppsveifla í framleiðslu lítilla flugvéla, meðal annars vegna þess að búist var við að tugþúsundir ungra manna, sem höfðu lært að fljúga í hernum, yrði stór markhópur kaupenda. 450px-Taylor-Aerocar-III

En menn gleymdu stórri stærð sem var hópur föngulegra kvenna og þarfir uppvaxandi fjölskyldna, sem lunginn af þessum mönnum löðuðust að eftir stríðið.

Flugvélaframleiðsla fyrir einkaflug kollsigldi sig því að mestu á fáum árum. 

Ein afurð bjartsýninnar um gildi flugsins varð að veruleika þegar smíðuð var fjögurra sæta flugvél, sem jafnframt var hægt lenda og aka eftir vegum að flugi loknu. 

Flugvélin hét Aerocar og hægt var að aftengja afturhluta hennar eftir lendingu og láta fremrih hlutann draga afturhlutann eins og eftirvagn. 

Þessar flugvélar voru hægfleygari en sama stærð venjulegra véla, og búnaðurinn flóknari, og enn í dag hafa allar tilraunir til að gera frekari ævintýri í svona flugi að veruleika.  

Nýtilkomnar þyrlur fékk flugfróða menn um miðja síðustu öld til að spá fyrir um almenna þyrlueign til einkaflugs. 

Einn þeirra hélt fyrirlestur, sem síðuhafi sótti, og spáði svo flott fyrir þessari dásemd að hrifningu vakti. 

70 árum síðar eru menn hins vegar fjær þessum draumi en nokkru sinni fyrr. 

Aðeins voru framleidd reynslueintök af Aerocar árið 1949 og síðan aftur 1964, sem tók aðeins nokkur ár að verða að minjum um tækninýjung sem komst aldrei lengra en það, að hægt er að skoða þessi eintök og vita, að þau voru að vísu fleyg en féllu aldrei inn í nútímaumverfið. 


mbl.is Ætla að selja fljúgandi bíl árið 2024
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju reykingatakmarkanir?

Miklar deilur og átök geysuðu um allan heim fyrir aldamót og aðeins fram yfir þau um bann við reykingum þar sem fólk kom saman. 

Harðvítugir meðal reykingafólks börðust gegn slikum bönnum og töldu þau mannréttindabrot og skerðingu á frelsi. 

En um það frelsi giltu svipuð rök og nú eru uppi um frelsi til að hundsa sóttvarnaraðgerðir. 

Þegar sannað var, að óbeinar reykingar hefðu sömu áhrif og beinar snerist málið um það, hvort þeir, sem vildu reykingafrelsi teldu sig hafa frelsi til að reykja ofan í aðra. 

Sem leiðir hugann af einni af kennisetningum frumkvöðla frjálshyggjunnar í öndverðu, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 


mbl.is 61% átti viðtal við heilsugæslulækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband