Nokkur dæmi um veiklaða stöðu Vinstrigrænna blasa við.

1. Sjallar og Framsókn geta myndað þriggja flokka stjórn með öðrum en Vg.  

2. Hlutfallsleg völd Vinstri grænna í ríkisstjórn og stjórnkerfinu miðað við samstarfsflokkana minnka. ss

3. Þingmönnum Vinstri grænna hefur fækkað.

4. Vinstri grænir missa umhverfismálaráðuneytið, en það ráðuneyti er keppikefli allra græningja. 

5. Hálendisþjóðgarðsmálinu er að mestu stútað í takt við þau ummæli að því aðeins sé hægt að stofna þjóðgarð, að hann verði með "útvötnuðu" fyrirkomulagi. Sem þýðir virkjanir og mannvirkjabelti svonefnd. 

Margt fleira má nefna, og þegar litið er á flóknar og erfiðar tilfærslur á stofnunum, málaflokkum og skipan ráðuneyta lyktar það af því að þessa tvo mánuði, sem hefur tekið að mynda þessa stjórn hafi staðið yfir einhvers konar Matadorspil um hlutverkaskipan. 


mbl.is VG ber ekki skarðan hlut frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ætli maður kjósi ekki bara Framsóknarflokkinn"heilkennið.

Framsóknarflokkurinn var alla kosningabaráttuna með eitt aðal slagorð: "Að fjárfesta í fólki."

Á hárréttu augnabliki, alveg rétt fyrir kosningar komu þeim með eitthvert snjallasta kosningabragð sögunnar: "Ætli maður kjósi´ekki bara Framsóknarflokkinn". 

Það kom fram á sama tíma og kosningarnar voru að skella á og stór hluti kjósenda klóraði sér í hausnum við tilhugsunina um níu flokka í kjöri með flóknar og ítarlegar stefnuskrár, sem ómögulegt var að muna.  

Miðflokkurinn var með tíu kosningaloforð og Samfylkingin með flókinn og langan loforðalista ásamt miklum útskýringum og báðiir þessir flokkar urðu fyrir vonbrigðum; Miðflokkurinn raunar hruni. 

Flokkur fólksins blómstraði á einu stórmáli, sem auðvelt var að muna eftir. 

"Að fjárfesta í fólki" kemur beint úr kosningaloforði Framsóknar sem það fyrsta sem blasir við með nýrri útgáfu af stjórn Katrínar. 

Þegar Kárahnjúkavirkjun var í bígerð kom í ljós í skoðanakönnun að þriðjungur þeirra sem völdu Vinstri græna voru meðmæltir Kárahnjúkavirkjun. 

Og einnig, að helmingur þeirra, sem þá völdu Sjálfstæðisflokkinn, voru andvígir virkjuninni. 

Þetta þýddi, að langstærsti flokkpólítíski hópurinn meðað andstæðinga virkjunarinnar hallaðist að Sjálfstæðisflokknum, 

Þetta útskýrir hve auðvelt reynist oft að sveigja Vinstri græna til afsláttar í náttúruverndarmálum og í stjórnarskrármálinu. 

Stórlega styrkt staða Sjalla og Framsóknar, sem geta látið glytta í útskipti á samstarfsaðila ef þeir þurfi, birtist nú í því að Vinstri grænir telja sig til neydda að fórna eðlilegu flaggskipi hvers flokks, sem telur sig til græningja, umhverfisráðuneytinu.

Framsókn var í oddaaðstöðu eftir kosningarnar 2017 sem hefur styrkst enn frekar í þessum kosningum.   


mbl.is Ríkisstjórnin ætlar að fjárfesta í fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband