Kílómetragjald gefur möguleika á sanngirni og hagræðingu.

Rafbílavæðingin hefur þegar valdið því að fólk verði að endurskipuleggja notkun samgöngutækja. 

Kílómetragjald með nýjustu tækni opnar til dæmis möguleika á því að fjölskyldan eigi lítinn rafbíl til innanbæjarsnatts og stuttra og snöggra ferðalaga út fyrir þéttbýlið, en eigi jafnframt stærri bíl fyrir lengri ferðir, þar sem ívilnað verði með því að opinber gjöld af þeim bíl verði í samræmi við ekna kílómetra. 

Hér um árið gátu eigendur dísilbíla fengið ívilnun með því að halda löggilta akstursbók fyrir slíka bíla, en á okkar tæknitímum væri vafalaust hægt að gera þetta á enn þægilegri hátt. 


mbl.is Segir umræðuna þurfa að ganga lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlálegt að kalla nokkurra sentimetra snjóföl fannkyngi.

"Snjó kyngdi niður" og hliðstæð ummæli um nokkurra sentimetra þykkan snjó, sem féll á höfuðborgarsvæðinu vekur kátínu hjá m0rgum úti á landi, þar sem slíkt teljast smámunir. 

En svona urðu Reykvíkingar vanir snjóleysinu, sem var hér í fyrravetur og snjóléttum vetrum þar á undan. 

Hinar miklu umferðartafir, sem urðu, skópust vegna bíla, sem voru á sléttum sumardekkjum svipað og stundum gerist á Bretlandseyjum ef það snjóar þar. 


mbl.is Snjó kyngdi niður án afláts í höfuðborginni í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband