15.12.2021 | 20:22
Til hvers eru reiðhjólabjöllur, gul vesti, hjálmar, endurskinsmerki og ljós?
Á ferðum á reiðhjólaslóðum, sem yfirleitt eru ákaflega hressandi og gefandi, vekur það athygli síðustu árin, að notkun á bjöllum, gulum vestum endurskinsmerkjum og ljósum, sem var lítil, fer sífellt minnkandi.
Myndin hér á síðunni er tekin á Skólavörðustíg þar sem segja mátti að hjólhesturinn Náttfari væri bundinn við eins konar hestastein. .
Í hverri "kaupstaðaferð" eru alltof margir á ferli, sem eru algerlega svartklæddir, allt frá svörtum lopahúfum, svörtum grímum niður í svarta jakka, buxur og skó.
Á ferð dagsins 22ja kílómetra leið eftir endilangri borginni, kom hvað eftir annað fyrir, að bæði gangandi og hjólandi væru illsjáanlegir þegar komið var myrkur, heldur í raun dökkar feluverur óg líka á ljóslausum hjólum.
Það er mikilvægt að halda sig kyrfilega hægra megin á hjólastígum og reyna að vera víðbúinn því að hlaupahjól eða reiðhjól skjótist skyndilega fram úr, en á einum dimmum stað í kvöld á austurleið meðfram Miklubraut munaði hársbreidd að rekast á kolsvört þúst, sem reyndist vera maður, sem stóð þar á brún hjóla- og göngustígsins, nánast eins og um launsátur væri að ræða.
Bjöllur, sem eru öryggisatriði, heyrast aldrei notaðar, heldur má búast við að menn á rafhlaupahjólum komi á fleygiferð og oft hljóðlaust, nær ósýnilegir úr hinum óvæntustu áttum.
Það er misskilningur að notkun á bjöllum sé merki um frekju þess, sem nota hana, heldur er þeim umhugað að gefa upplýsingar þar sem þeirra er þörf.
Gul vesti, sem eru svo nett og auðveld í meðförum og hafa þann auka kost að veita vörn gegn bleytu, eru alltof sjaldgæf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2021 | 09:02
Tölur OECD um hlutfall heilbrigðismála af þjóðarframleiðslu segja mikið.
Í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar um stefnumálin töldu flestir, að heilbrigðismál ættu að vera á oddinum.
Fyrir um fimm árum stóð Kári Stefánsson fyrir einhverri stærstu undirskriftasöfnun sögunnar á Íslandi um ákallt til stjórnvalda til að auka stórlega framlög til þessa málaflokks.
Samt er niðurstaðan enn sú að samkvæmt athugun OECD á hlutfallli framlaga til heilbrigðismála af þjóðarframleiðslu hefur í meira en áratug verið sú lægsta hér á landi meðal þjóða í okkar heimshluta.
Uppsafnaður vanræksluvandi af þessum sökum nemur því gríðarlegum fjárhæðum í tugmilljarðatali í krónum, jafnvel hundruðum milljóna.
Þetta er vandinn í hnotskurn, og skrýtið, að þjóð, sem æ ofan í æ lýsir yfir þeirri skoðun sinni að gera nú skurk í þessum málum, skuli ekki fá því framgengt í gegnum kjörna fulltrúa sína á þingi.
![]() |
22 milljarðar í heilbrigðismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)