Tölur OECD um hlutfall heilbrigðismála af þjóðarframleiðslu segja mikið.

Í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar um stefnumálin töldu flestir, að heilbrigðismál ættu að vera á oddinum. 

Fyrir um fimm árum stóð Kári Stefánsson fyrir einhverri stærstu undirskriftasöfnun sögunnar á Íslandi um ákallt til stjórnvalda til að auka stórlega framlög til þessa málaflokks. 

Samt er niðurstaðan enn sú að samkvæmt athugun OECD á hlutfallli framlaga til heilbrigðismála af þjóðarframleiðslu hefur í meira en áratug verið sú lægsta hér á landi meðal þjóða í okkar heimshluta. 

Uppsafnaður vanræksluvandi af þessum sökum nemur því gríðarlegum fjárhæðum í tugmilljarðatali í krónum, jafnvel hundruðum milljóna. 

Þetta er vandinn í hnotskurn, og skrýtið, að þjóð, sem æ ofan í æ lýsir yfir þeirri skoðun sinni að gera nú skurk í þessum málum, skuli ekki fá því framgengt í gegnum kjörna fulltrúa sína á þingi.  


mbl.is 22 milljarðar í heilbrigðismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Það eru aðallega tveir gallar á þessari röksemdafærslu. Þeim mun hærri þjóðartekjur, þeim mun meiri verðmæti (augljóslega) er hvert prósent. Annar galli er sá að útgjaldaþörfin tengist aldurssamsetningu þjóða öðru fremur. Þess vegna ætti útgjaldaþörf Dana að vera mun meiri en Íslendinga. Að lokum mætti svo bæta við launum í heilbrigðiskerfinu sem mér skilst að séu mun hærri hér en t.d. í Danmörku þótt annað mætti ætla miðað við barlóminn.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 15.12.2021 kl. 13:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef launin eru hærri hér á hvern mann í heilbrigðiskerfinu er þjónustan sem fæst enn verri hér en heilbrigðisútgjöldin segja til um. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2021 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband